Ný stjórn ÍSS

Ný stjórn ÍSS

22. Skautaþing Skautasambands Íslands

Skautaþing ÍSS fór fram í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg í Reykjavík þann 1. Maí 2021.

Þingið var sett kl.11:30 af Svövu Hróðný Jónsdóttur og var Valdimar Leó Friðriksson kosinn þingforseti. Þinggestir voru um 36 manns. Þar sem að samkomutakmarkanir miðast við 20 manns var þinggestum skipt í tvö sóttvarnarhólf. Að þeim sökum var lagt til að þingnefndir myndu ekki stafa í hópum heldur væru öll mál rædd beint úr pontu.
Fjárhagsáætlun og Afreksstefna voru kynntar, ræddar og samþykktar.
Ein lagabreytingatillaga var lögð fyrir þingið sem þrjú aðildarfélög lögðu fram í sameiningu. Var hún felld þar sem að ekki náðist samstaða yfir 2/3 hluta atkvæðisbærra fulltrúa.

Kosið var í nýja stjórn sambandsins. Allir fulltrúar í framboði voru sjálfkjörnir þar sem að eingöngu komu jafn mörg framboð og þau sæti sem kosið var um.
Svava Hróðný Jónsdóttir var kjörin formaður áfran. Ingibjörg Pálsdóttir var kjörin áfram í aðalstjórn og Hulda Líf Harðardóttir, sem áður var varamaður, var kjörin í aðalstjórn. Hörður Sigurðsson var svo kjörinn í varastjórn. Allir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára.

Stefán Hjalatlín, fráfarandi stjórnarmeðlimur, var leystur út með blómum og konfekti.

Jóhanna Helga Þorkelsdóttir fékk viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastörf sín. Mótanefnd ÍSS veitir á ári hverju viðurkenningu til sjálfboðaliða og fá þau til þess tilnefningar frá aðildarfélögum ÍSS.

Skautafélagið Jökull, sem stofnað var í janúar sl., hélt erindi þar sem þau kynntu sig og starfið sitt ásamt markmiðum og framtíðarsýn. Núverandi aðildarfélög ÍSS tóku vel á móti þeim og þeirri frábæru viðbót sem félagið kemur með í skautafjölskylduna.

Á þinginu voru fjórir aðilar sæmdir Silfurmerki ÍSS.

Helga Kristín Olsen
Þóra Gunnarsdóttir
Erlendína Kristjánsson
Sigrún Inga Mogensen

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, kom fyrir hönd ÍSÍ á þingið. Af því tilefni veitti hann Guðbjörtu Erlendsdóttur, fyrrverandi formanni ÍSS, Gullmerki ÍSÍ.

Þingi var slitið um kl.15:30.
Allt í allt var þetta góður dagur og greinileg yfirlýsing frá öllum félögum að vinna að uppbyggingu skautaíþrótta á Íslandi.

Translate »