Vormót ÍSS 2021: Keppnisröð

Vormót ÍSS 2021: Keppnisröð

Dregið hefur verið í keppnisröð fyrir Vormót ÍSS 2021
Allar upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðu mótsins
(ath! að keppnisröð hjá Chicks er ekki rétt á linknum en er tiltekin á vefsíðunni. Þetta verður lagað áður en mótið hefst)

Við minnum á að allir áhorfendur þurfa að skrá sig fyrirfram og gefa upp nafn, kennitölu og símanúmer.
Við komu í skautahöllina fá gestir úthlutuðum númeruðum sætum. Mikilvægt er að gestir sitji í sínum sætum og færi sig ekki á milli. Er þetta gert eftir fyrirmælum almannavarna og til þess að halda utan um smitrakningu ef þess þar.
Einnig er mikilvægt að allir gestir og starfsmenn séu með grímur á sér öllum stundum.
Hægt er að skrá sig á bæði Vormót ÍSS, laugardag eða sunnudag, og á Kristalsmót Fjölnis á sama tíma.

 

SÓTTVARNARREGLUR
  • Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum og sitji ekki andspænis hver öðrum
  • Gestir skulu sitja í þeim sætum sem þeim eru úthlutuð, ekki er leyfilegt að skipta á sætum.
  • Gestir mega ekki fara í búningsklefana
  • Allir gestir noti andlitsgrímu
  • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri. Á við um börn og fullorðna.
  • Gestir mega ekki hópast saman við verðlaunaafhendingu
  • Allir gestir þurfa að forskrá sig og tilkynna sig í móttöku við komu

 

Vormót ÍSS

Translate »