Ísold Fönn með fyrstu stökksamsetninguna með tveimur þreföldum stökkum

Ísold Fönn með fyrstu stökksamsetninguna með tveimur þreföldum stökkum

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir hefur um árabil búið og skautað erlendis.
Hún hefur síðasta árið búið í Champéry í Sviss og æft þar undir leiðsögn Stéphane Lambiel sem sjálfur er tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum.

Eins og annars staðar í heiminum er minna um keppni á þessum tímum, en þó hefur hún fengið nokkur tækifæri til þess að spreyta sig á svellinu, en þetta er fyrsta tímabilið hennar í Junior Ladies.
Í lok nóvember sl. var haldið mót á hennar heimasvelli þar sem að Ísold Fönn setti Íslandsmet, í flokki Junior Ladies, á öllum sviðum og vann mótið sjálft. Hún setti stigamet í stuttu prógrammi með 56.81 stig, stigamet í frjálsu prógrammi með 94.38 stig og þar af leiðandi heildarstigamet með 151.19 stig.
Fyrri metin átti Aldís Kara Bergsdóttir frá 2019 og 2020.

Ekki nóg með stigametin þá lenti hún, fyrst íslenskra skautara, bæði þreföldu Lutzi (3Lz) og var með fyrstu samsetninguna með tveimur þreföldum stökkum, þrefalt Flip + þrefalt Toeloop (3F+3T).
Hún fékk einnig mjög flottar einkunnir fyrir "components".

Ísold Fönn er efnilegur skautari sem hefur sýnt miklar framfarir á síðasta árinu. Það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni og vitum við að hún bíður spennt eftir því að sýna sig og sanna á alþjóðlegum mótum, sem vonandi fer að koma að fljótlega.

Myndband frá æfingu hjá Ísold Fönn þar sem hún lendir 3S+3T

Translate »