Listskautamót RIG 2021 verður ekki alþjóðlegt mót

Listskautamót RIG 2021 verður ekki alþjóðlegt mót

Vegna versnandi aðstæðna í heimunum af völdum COVID-19 og hættunnar sem þátttaka myndi hafa fyrir móthaldara, skauta og annarra aðstandenda ásamt því að erfitt er fyrir erlenda þátttakendur og sérfræðinga á dómara- og tæknipanel að mæta kröfum um sóttkví við komu til Íslands hefur Skautasamband Íslands ákveðið að Reykjavíkurleikarnir 2021 verði ekki alþjóðlegt mót.

Mótið hefur um árabil verið eitt af skemmtilegustu viðburðum skautadagatalsins á Íslandi og þykir ÍSS því leitt að ekki sé hægt að halda mótið með sama hætti og áður.

Mótið verður haldið sem innanlandsmót og verður mótstilkynning og upplýsingar sendar út von bráðar.

Dagsetningar fyrir RIG 2022 eru ekki staðfestar ennþá, en vitað er að næsta tímabil verður frábrugðið öðrum í ljósi þess að um Ólympíuár er að ræða.

Translate »