Norðurlandamótinu 2021 aflýst

Norðurlandamótinu 2021 aflýst

Vegna versnandi aðstæðna í heimunum af völdum COVID-19 og hættunnar sem þátttaka myndi hafa fyrir móthaldara, skauta og annarra aðstandenda hafa fulltrúar allra fimm Norðurlanda þjóðanna ákveðið að aflýsa Norðurlandamótinu 2021 sem fara átti fram í Danmörku.

Norðurlandamótið 2022 verður haldið í Danmörku dagana 26.-30. janúar 2022.
Dagsetningarnar eru fyrr en vant er. En það er vegna Ólympíuleikanna sem hefjast 2. Febrúar 2022.

Danska skautasambandið er sátt við þessa ákvörðun þrátt fyrir að hafa hlakkað til að halda mótið.

Translate »