Íslandsmót ÍSS 2020 – Aflýst

Íslandsmót ÍSS 2020 – Aflýst

Tilkynning frá ÍSS v/ Íslandsmeistaramóts og Íslandsmóts ÍSS 2020

Íslandsmeistaramót og Íslandsmót ÍSS 2020 voru á dagskrá dagana 20.-22. nóvember nk. á Akureyri.

Því miður er töluvert um COVID-19 smit í samfélaginu og útlit fyrir að við verðum áfram í baráttunni við veiruna næstu vikur og mánuði. Smit hafa komið upp tengt íþróttastarfi og munu eflaust gera áfram.

Skautasamband Íslands, í samráði við fulltrúa allra aðildarfélaga, hefur ákveðið að Íslandsmeistarmót og Íslandsmót munu ekki fara fram á þessari tímasetningu. Óljóst er hvenær regla verður komin á æfingar í öllum landshlutum og er ekki talið ráðlegt að senda skautara óundirbúna til keppni.

Íslandsmeistaratitlar verða veittir síðar á tímabilinu og verður það líklegast samhliða öðru móti. En nánari útfærsla verður tilkynnt síðar.

 

Framlenging á gildistíma grunnprófa og viðmiða í afrekshópa verður tilkynnt á næstu dögum.

Translate »