Afrekshópur ÍSS og Covid-19

Afrekshópur ÍSS og Covid-19

 

 

Stjórn ÍSS hefur í samvinnu við Afreksnefnd ÍSS tekið þá ákvörðun að keppnistímabilið 2019-2020 verði lengt fram yfir fyrsta mót næsta keppnistímabils.
Haustmót ÍSS getur því talist bæði sem seinasta mót 2019-2020 tímabilsins og fyrsta mót 2020-2021 tímabilsins.
Þar af leiðandi helst afrekshópurinn óbreyttur yfir sumartímann. Ef að skautarar sem þurfa að endurnýja viðmið sín ná því ekki á haustmóti þá detti þeir út úr hópnum þangað til á öðru móti keppnistímabilsins.
Með þessu lítum við svo á að hagur skautara sé hafður að leiðarljósi.

Að gefnu tilefni mun afreksnefnd líta til þessara sérstöku aðstæðna sem hafa verið í þjóðfélaginu vegna Covid-19. Ef upp koma vafamál mun nefndin líta til þess að sumir skautarar hafi ekki haft tækifæri til að uppfylla öll þau skilyrði sem ætlast er til af þeim til þess að hægt sé að velja til þá þátttöku á alþjóðlegum mótum.

Translate »