Yfirlýsing frá stjórn ÍSS vegna Covid-19

Yfirlýsing frá stjórn ÍSS vegna Covid-19

Vegna Covid-19

ÍSS fylgist náið með gangi mála er varðar Covid-19 og mun fylgja fyrirmælum stjórnvalda.
Við verðum að meta stöðuna eftir því sem líður að Vormóti og tekin verður ákvörðun út frá þeim upplýsingum sem berast um hvort að grípa þurfti til þess neyðarúrræðis að fresta eða aflýsa mótinu.

Eins og staðan er núna hafa ekki borist neinar leiðbeiningar frá stjórnvöldum um að samkomubann sé í gildi. Fulltrúar Embættis landlæknis og almannavarna leggja því ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag.
Haldinn var fundir hjá ÍSÍ með sérsamböndum þar sem farið var yfir stöðuna og allir upplýstir um áætlanir. Upplýsingar um þann fund er að finna hér. Reglulegir stöðufundir verða haldnir innan íþróttahreyfingarinnar.

ÍSS hvetur alla til að fara að tilmælum Embættis landlæknis varðandi hreinlæti og almennar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn Covid-19.

Translate »