Júlía Rós með met á Norðurlandamóti

Júlía Rós með met á Norðurlandamóti

Júlía Rós Viðarsdóttir, keppandi Íslands á Norðurlandamótinu í Stavanger, hefur verið í fremstu röð íslenskra skautara í flokki Advanced Novice að undanförnu. Hún hefur haldið sér um 80 stigin í hverri keppninni af annarri það sem af er tímabilinu og var frammistaða hennar á Norðurlandamótinu þar engin undantekning.
Júlía Rós fékk 79.64 stig í heildina fyrir bæði prógröm og eru það hæstu stig sem íslenskur skautari í Advanced novice hefur fengið á Norðurlandamótinu. Júlía Rós bætti þar með met Viktoríu Lindar Björnsdóttur frá árinu 2018 um 2.88 stig.

Translate »