Norðurlandamótið 2020: Val á keppendum

Norðurlandamótið 2020: Val á keppendum

Fréttin er uppfærð í janúar 2020

Stjórn ÍSS hefur valið þann hóp skautara sem fer fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótið 2020 sem fram fer í Stavanger í Noregi 6. – 9. febrúar nk.

Núna eru Junior flokkarnir opnir í fyrsta sinn. Sem þýðir að öll landssambönd sem eru aðili að Alþjóða skautasambandinu (ISU) hafa leyfi til þess að skrá keppendur í þá flokka og munu stigin sem keppendur fá gilda til lágmarka til þátttöku á Heimsmeistaramóti Unglinga (ISU Junior Worlds) og inn á heimslista ISU.

Þessi hátturinn hefur verið hafður á í Senior flokkum síðan árið 2011 og gefist vel.

Að þessum sökum hafa Norðurlöndin nú eingöngu sæti fyrir þrjár konur og þrjá menn í Junior flokkum. Auk þess sem tvö stigahæstu Norðurlöndin árið áður geta sent eina konu og einn mann til viðbótar. Hafi keppnisflokkarnir ennþá laus pláss fá hin Norðurlöndind, sem næsta koma í stigaröðinni, leyfi fyrir einu  sæti í viðbót koll af kolli.

 

Eftirtaldir skautarar hafa þegið boð um þátttöku á Norðurlandamótinu fyrir Íslands hönd:

Junior:
Aldís Kara Bergsdóttir – Skautafélag Akureyar
Marta María Jóhannsdóttir – Skautafélag Akureyrar
Viktoría Lind Björnsdóttir – Skautafélag Reykjavíkur

Advanced Novice:
Júlía Rós Viðarsdóttir – Skautafélag Akureyrar
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir – Skautafélag Akureyrar
Eydís Gunnarsdóttir - Skautafélag Reykjavíkur

 

Skautasamband Íslands óskar skauturum til hamingju

Translate »