Ítrekun á yfirlýsingu stjórnar ÍSS

Ítrekun á yfirlýsingu stjórnar ÍSS

Af gefnu tilefni vill Skautasamband Íslands ítreka yfirlýsingu sína frá því í september sl. þar sem öll ofbeldishegðun innan íþróttarinnar er fordæmd, hvort sem það er af hendi þjálfara, iðkenda, aðstandenda eða áhorfenda.

Öll mál sem koma inn á borð ÍSS eru unnin og er trúnaðar gætt í hvívetna. Af þeim sökum mun ÍSS ekki tjá sig opinberlega um mál eða ábendingar sem berast sambandinu.

 

Fh. Skautasambands Íslands

Guðbjört Erlendsdóttir
Formaður stjórnar ÍSS

Hér er hægt að lesa yfirlýsinguna sem gefin var út í september sl.

Translate »