Afreksbúðir ÍSÍ

Afreksbúðir ÍSÍ

Laugardaginn 23. nóvember fóru fram Afreksbúðir ÍSÍ fyrir unga og framúrskarandi efnilega íþróttamenn.

Að þessu sinni voru búðirnar ætlaðar keppendurm í einstaklingsgreinum B og C sérsambanda innan raða ÍSÍ. ÍSÍ endurvakti þar með verkefni er þeir stóðu að fyrir um sex árum síðan og var ætlað að styrkja afreksmenn framtíðarinnar með ráðum og dáð. Sérsamböndin völdu einstaklinga á aldrinum 15-18 ára innan sinna raða er féllu að kröfum verkefnisins og voru 4 skautarar valdir frá Skautasambandinu, þær Júlía Rós Viðarsdóttir, Viktoría Lind Björnsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir og Marta María Jóhannsdóttir. 

Krakkarnir fengu fræðslu um athlete 365 sem er fræðsla ætluð íþróttafólki á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), umfjöllun um næringarfræði í umsjón Thelmu Rúnar Rúnarsdóttur og frá Lyfjaeftirliti Íslands kom Birgir Sverrisson. Í lok dagskrár kom afreksíþróttakoman Ásdís Hjálmsdóttir í heimsókn og sagði frá sinni reynslu af því að samþætta nám og íþróttaferil. Henni voru síðan afhent gullverðlaun frá Smáþjóðaleikunum en hún hafði unnið til silfurverðlauna en þar sem stúlkan sem hreppti gullverðlaunin féll á lyfjaprófi féll gullið Ásdísi í vil.

 
Translate »