Íslandsmót ÍSS 2019: Mótstilkynning

Íslandsmót ÍSS 2019: Mótstilkynning

Skautasamband Íslands býður til Íslandsmóts ÍSS 2019

Mótstilkynningu og allar frekari upplýsigar er hægt að finna hér: www.iceskate.is/islandsmot-iss

Keppendur skrá þátttöku í NÓRA á iceskate.felog.is og er valið námskeið.
Skráning opnar í NÓRA miðvikudaginn 16. október kl. 12:00. Skráningarfrestur er til kl. 23.59 þann 6. nóvember 2019.

ATH. Keppendur í Senior, Junior og Advanced novice eru sjálfkrafa skráðir á aðalæfingar. Skyldumæting er á aðalæfingu.
Keppendum í öðrum flokkum býðst að sækja Opna æfingu. Haka þarf við möguleikann sérstaklega og greiða æfingagjald.
Hægt er að skrá á keppni og opnar æfingar samtímis. Skráning á æfingar fer fram í gegnum NÓRA. Skráningarfrestur á æfingar er til kl.23.59 þann 27. nóvember 2019.

Seinskráning: Boðið er upp á seinskráningu eftir að venjubundinn skráningarfrestur er liðinn. Seinskráningargjald er tvöfalt keppnisgjald og opnast seinskráningarmöguleiki í Nóra eftir að venjubundinn skráningarfrestur er liðinn einungis fyrir þá sem ekki eru þegar skráðir. Síðasti möguleiki á seinskráningu er kl. 23.59 þann 21. nóvember 2019.
Ekki er hægt að skrá eftir að seinskráningarfrestur er liðinn.

Translate »