Bikarmótaröð ÍSS

Bikarmótaröð ÍSS

Tímabilið 2019-2020 fer fram fyrsta Bikarmótaröð ÍSS

 

Í stað þess að halda eitt Bikarmót hefur ÍSS ákveðið að setja af stað Bikarmótaröð.
Haustmót, Vetrarmót og Vormót eru hluti af Bikarmótaröðinni og verða Bikarmeistarar krýndir í lok Vormórs.

Bikarmeistaratitillinn verður veittur stigahæsta félaginu í lok tímabilsins, byggt á árangri allra skautara.

Stigagjöf Bikarmótaraðar verður þannig að stig eru gefin í hverjum þeim keppnisflokki sem hefur keppendur frá öllum aðildarfélögum á viðkomandi móti. Stig eru gefin til þeirra skautara sem efst lenda frá hverju félagi fyrir sig. Félagið safnar stigum í Bikarmótaröðinni yfir árið með þessum hætti í þeim flokkum sem öll félög taka þátt í.

Dæmi:
Efsti skautari frá félagi A fær 15 stig
Efsti skautari frá félagi B fær 13 stig
Efsti skautari frá félagi C fær 11 stig

Stigagjöfin endurspeglar að öðru leiti ekki úrslit mótsins.

 

Translate »