Framboðsfrestur framlengdur

Framboðsfrestur framlengdur

Framboðsfrestur til stjórnar ÍSS framlengdur til 22.mars

Kjörnefnd hefur ákveðið að lengja framboðsfrest til stjórnar Skautasambands Íslands, ÍSS til kl.23.59 22.mars n.k. þar sem nægur fjöldi hefur ekki boðið sig fram.
----

Kjörnefnd ÍSS óskar eftir framboðum fyrir skautaþing 2019.

Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann.

Á skautaþingi 2019 verður því skv. lögum ÍSS kosið um tvo aðalmenn og einn varamann til tveggja ára en auk þess einn varamann til eins árs vegna breytinga í stjórn.

Um hæfi til stjórnarsetu er vísað í 6.grein laga ÍSS á heimasíðu www.iceskate.is

Framboðum skal skilað til kjörnefndar, á netfangið info@iceskate.is
Kjörnefnd skipa:
Guðrún M. Hannesdóttir - Skautadeild Aspar
Ingibjörg Magnúsdóttir - SA
Kristjana Daníelsdóttir - Fjölnir

Selma Gísladóttir - SR

Translate »