Þóra Gunnarsdóttir fékk viðurkenningu sjálfboðaliða á RIG2019

Þóra Gunnarsdóttir fékk viðurkenningu sjálfboðaliða á RIG2019

Á uppgjörfundi framkvæmdaráðs Reykjavíkurleikanna, sem fram fór í Golfklúbbnum Holtagörðum föstudaginn 15.mars, veitti framkvæmdaráð RIG viðurkennar til sjálfboðaliða fyrir framúrskarandi framlag til Reykjavíkurleikanna í ár.

Þóra Gunnarsdóttir, mótsstjóri listskautamóts RIG 2019, fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt í ár.

Aðrir sjálfboðaliðar sem fengu viðurkenningu voru; Róbert Kjaran Magnússon, kraftlyftingar, Hafsteinn Óskarsson, frjálsíþróttir, Berglind Pétursdóttir, fimleikar, Ólafur Hrafn Steinarsson, rafíþróttir, María S Jensen Baldursdóttir, karate, Jóhann Gunnar Arnarsson, dans, Þórarinn Már Þorbjörnsson, keila og Arnór Barkarson, hjólreiðar.

Um leið og Skautasambands Íslands þakkar Þóru fyrir frábært starf og mikinn metnað fyrir sinni vinnu þá óskum við  henni til hamingju með viðurkenninguna. Hún er vel að henni komin.

Translate »