Marta María fulltrúi ÍSS á EYOF

Marta María fulltrúi ÍSS á EYOF

Dagana 9. - 16. febrúar 2019 fer fram Olympíuhátíð Evrópsku æskunnar, e. European Youth Olympic Festival (EYOF). Hátíðin fer að þessu sinni fam í Sarajevo og Austur-Sarajevo, Bosníu-Hersegóvínu. Þangað munu mæta 4.500 manns, þar af 1.600 íþróttamenn, frá 46 löndum.

Fulltrúi Skautasambands Íslands á hátíðinni verður Marta María Jóhannsdóttir, en hún æfir með Skautafélagi Akureyrar. Marta María keppir í Junior Ladies (Unglingaflokki kvenna).
Marta María mun fara til Sarajevo með þjálfara sínum ásamt keppendum og þjálfara frá Skíðasambandi Íslands.
Einnig mun vera með þeim í för Halla Björg Sigurþórsdóttir, alþjóðlegur dómari, en hún var dregin úr þeim dómurum sem sótt var um þátttöku fyrir.

Varamaður hefur einnig verið útnefndur en það er Aldís Kara Bergsdóttir. Aldís æfir, líkt og Marta María, með Skautafélagi Akureyrar og keppir í Junior Ladies (Unglingaflokki kvenna).

 

Leikarnir eru haldnir undir verndarvæng Alþjóðlegu Ólympíusamtakanna (IOC) og eru stolt og prýði Evrópsku Ólympíusamtakanna (EOC). Hátíðin á sér 25 ára sögu og er fyrsta Evrópska fjölíþrótta viðburðurinn sem miðar að ungum íþróttamönnum á aldrinum 14 til 18 ára. Hátíðin fer fram undir Ólympíu fánanum og er ríkt af ólympískum hefðum, allt frá ólympíu eldinum sem logar til eiðs íþróttamanna og starfmanna.

Á EYOF keppa framtíðaríþróttasjörnur Evrópu og taka fyrstu skrefin sín á alþjóðlegum vettvangi. Hátíðin gefur íþróttamönnunum forsmekk af Ólympíu leikunum, en á sama tíma er ungt fólk kvatt til að iðka íþróttir og leiða heilbrigðan lífsstíl. Margir verðlaunahafar EYOF hafa síðar á sínum ferli unnið til verðlauna á Ólympíuleikum.

Skautasamband Íslands óskar Mörtu Maríu góðs gengis á leikunum og vonum að þetta verði góð og uppbyggileg upplifun.

Translate »