Haustmót ÍSS 2018

Haustmót ÍSS 2018

Haustmót ÍSS fór fram síðastliðna helgi, 7. - 9. september, í Skautahöllinni á Akureyri.

Á fimmta tug keppenda tóku þátt frá þremur aðildarfélögum ÍSS.

Keppendur sýndu góða frammistöðu og var mikil spenna og hörð keppni um efstu sætin innan flestra flokka.

Á laugardag byrjaði dagurinn með keppni flokkunum Chicks og Cubs. Þátttakendur í þeim flokkum fengu allir viðurkenningu og þátttökumedalíu. Ekki eru gefin upp heildarstig eða efstu sæti tilkynnt í þessum flokkum.
Næst tók við keppni í flokknum Intermediate Ladies.
Þar var í fyrsta sæti Eva Björg Halldórsdóttir, SA, með 26.93 í heildarstig. Í öðru sæti Hildur Hilmarsdóttir, SB, með 25.94 í heildarstig. Og í þriðja sæti Hugrún Anna Unnarsdóttir, SA, með 22.49 í heildarstig.

Einnig fór fram keppni með stutt prógram í Advanced Novice, Junior og Senior.
Í Advanced Novice var frekar jöfn keppni. Svo fór að eftir stutt prógram var Herdís Heiða Jing Guðjohnsen, SR, var efst, önnur var Rebekka Rós Ómarsdóttir, SR, og Júlía Sylvía Gunnarsdóttir, SB, í því þriðja.
Í Junior var sömu sögu að segja. Nokkuð jafnt var á milli efstu sæta. Eftir stutt prógram var Viktoría Lind Björnsdóttir, SR, efst, Herdís Birna Hjaltalín, SB, önnur og Aldís Kara Bergsdóttir, SA, þriðja.
Í Senior var einn keppandi sem tók þátt, Eva Dögg Sæmundsdóttir, SB.

Á sunnudag hófst dagurinn á keppni í Basic Novice. Þar vann Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, SA, öruggan sigur með 27.35 heildarstig. Önnur var Kristín Jökulsdóttir, SR, með 22.49 heildarstig og í þriðja sæti Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir, SR, með 18.48 í heildarstig.
Næst fór fram keppni í Intermediate Novice. Þar var Harpa Karin Hermannsdóttir, SB, efst með 22.05 í heildarstig. Önnur var Valdís María Sigurðardóttir, SB, með 20.22 í heildarstig og í þriðja sæti var Ingunn Dagmar Ólafsdóttir, SR, með 17.90 í heildarstig.

Keppni fór svo fram í frjálsu prógrammi í flokkum Advanced Novice, Junior og Senior.
Í Advanced Novice var keppnin áfram mjög jöfn. Í frjálsa prógramminu varð Herdís Heiða Jing Guðjohnsen efst, Júlía Sylvía önnur og Rebekka Rós Ómarsdóttir sú þriðja.
Sigurvegari í flokknum með 76.40 í heildarstig var Herdís Heiða Jing Guðjohnsen, SR.
Í öðru sæti var Rebekka Rós Ómarsdóttir, SR, með 72.91 í heildarstig.
Og í þriðja sæti var Júlía Sylvía Gunnarsdóttir, SR, með 71.33 í heildarstig.

Í Junior urðu miklar breytingar í frjálsa prógramminu. Efst var Aldís Kara Bergsdóttir, önnur var Viktoría Lind Björnsdóttir og Helga Karen Pedersen sú þriðja.
Sigurvegari í flokknum með 89.87 í heildarstig var Viktoría Lind Björnsdóttir, SR.
Í örðu sæti var Aldís Kara Bergsdóttir, SA, með 87.36 í heildarstig.
Og í þriðja sæti var Herdís Birna Hjaltalín, SB, með 82.04 í heildarstig.

Eva Dögg Sæmundsdóttir var eini keppandinn í Senior. Hún fékk 73.66 í heildarstig.

Skautasamband Íslands óskar keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur.
Þetta fyrsta mót tímabilsins gefur góðan forsmekk af því sem koma skal og verður spennandi að fylgjast með.

Næsta mót ÍSS er Bikarmótið. Það fer fram dagana 12. - 14. október í Skautahöllinni í Laugardal.

Chicks

Basic Novice

Intermediate Novice

Junior

Cubs

Intermediate Ladies

Advanced Novice

Senior

Translate »