JGP: Marta María Jóhannsdóttir

JGP: Marta María Jóhannsdóttir

Marta María Jóhannsdóttit lauk keppni á JGP í Kaunas, Lithauen í dag.

Þetta er fyrsta JGP mót Mörtu og er óhætt að segja að frumraunin hafi tekist vel.

Hún keppti með stutt prógram í gær og hafði dregið rásnúmer 10 svo hún skautaði fimmta í öðrum hópi. Fyrir stutta prógramið fékk hún 32.71 stig og 16.46 tæknistig með sólíd stökkum og spinnum á góðum levelum. Eftir stutta var hún í 27. Sæti og dró rásnúmer sjö í frjálsa prógraminu eða önnur í öðrum hópi. Aftur negldi Marta prógramið sitt sem var splunkunýtt frjálst prógram og fékk 63.88 stig og 28.90 tæknistig sem skilaði henni 24. Sæti.

Heildarstig Mörtu voru 96.59 og endaði hún í 25. Sæti af 33 keppendum. Virkilega vel af sér vikið hjá Mörtu Maríu. Skautasambandið óskar henni innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Hægt er að sjá upptöku frá Mörtu keppa hér:

Stutta

Langa

 

Þá hafa báðir keppendur Íslands lokið keppni á JGP þetta tímabilið og báðir staðið sig með glæsibrag.

Gaman var að heyra hve vel kynnir JGP, Ted Barton, talaði um starf okkar á Íslandi. Það er gríðarlega merkilegt að stefna sambandsins hefur vakið athygli í skautaheiminum á alþjóðavísu og greiðir leið þeirra sem á eftir koma.

Translate »