Bikarmót ÍSS Seinni keppnisdagur

Bikarmót ÍSS Seinni keppnisdagur

Bikarmót ÍSS 2017 – Seinni keppnisdagur

Seinni keppnisdagur Bikarmóts hófst með keppni í flokknum Basic Novice B en þar voru 16 keppendur. Segja má að Skautafélag Reykjavíkur hafi unnið þennan flokk með yfirburðum því Edda Steinþórsdóttir SR vann gullið með 26,63 stig. Í öðru sæti með silfurverðlaun varð Ellý Rún Guðjohnsen SR með 25,63 stig og í þriðja sæti með brons varð Thelma Kristín Maronsdóttir SR með 24,49 stig.

 

Nýr bikarmeistari var kryngdur í flokknum Advanced Novice. Þar var það Viktoría Lind Björnsdóttir SR sem tók fyrsta sætið með 75,03 stig samanlagt fyrir stutt og frjálst prógram. Í öðru sæti varð Aldís Kara Bergsdóttir SA með 71,76 stig samanlagt fyrir báða keppnisdagana og í þriðja sæti varð Rebekka Rós Ómarsdóttir SA með 70,73 stig samanlagt.

 

Keppni í Junior var spennandi en þar var aðeins sjónarmunur milli keppenda í fyrsta og öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag. Það fór þó svo að röðin á efstu þrem sætunum breyttist ekki milli daga. Í fyrsta sæti varð Marta María Jóhannsdóttir SA með 94,75 stig en þess má geta að hún hefur ekki keppt áður í þessum flokki og er meðal yngstu iðkenda sem hafa keppt í Junior á Íslandi. Í öðru sæti með 88,93 stig varð Kristín Valdís Örnólfsdóttir SR og í þriðja sæti varð Herdís Birna Hjaltalín SB með 78,47 stig.

 

Í Senior flokki var Eva Dögg Sæmundsdóttir eini keppandinn. Hún skautaði fallegt prógram sem skilaði henni 48,18 stigum og var hún því með 72,41 stig samanlagt eftir báða keppnisdagana.

8

Translate »