Þjálfaranámskeið ÍSS

Skautasamband Íslands hefur unnið að því síðustu mánuði að uppfæra og endurskipuleggja þjálfaranámið sitt og fært það að stórum hluta yfir í fjarkennslu. Námskeiðunum er sem fyrr skipt upp í 1., 2. og 3. stig. En hvert námskeið tekur núna alla hluta hverst stigs fyrir sig í einu (t.d. 1a, …

Lokun íþróttamannvirkja á höfuðborgarsvæðinu

Eftir ítarlega yfirferð yfir stöðuna og í ljósi leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda og í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hafa skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tekið þá ákvörðun að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna verða lokuð. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð að viku liðinni, í takt við álit sóttvarnalæknis. Fréttatilkynningu …

Íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu fellt niður

Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er. Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er. Takmörkun fjölda í búðum –einn fari að versla frá heimili ef …

Hertar sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, þriðjudgaginn 6. október, var birt breyting á reglugerð nr. 957/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og tóku þær gildi í dag, 7. október. Samkomutakmarkanir sem kynntar voru á mánudaginn sl. gilda óbreyttar annars staðar á landinu. Gildistími …

Bikarmótaröð ÍSS 2019-2020

Á Haustmóti ÍSS var veittur bikar Bikarmótaraðar ÍSS 2019-2020. Er þetta í fyrsta skiptið sem bikarinn er veittur. Í mótaröðinni eru þrjú mót Skautasambandsins og fyrir síðasta tímabil voru það Haustmót, Vetrarmót og Vormór. Skautarar félaganna safna stigum á þessum mótum fyrir félög sín og í lok tímabils stendur það …

Haustmót ÍSS 2020

Haustmót Skautasambands Íslands var haldið um síðastliðna helgi í skautahöllinni á Akureyri. Þetta er fyrsta mót vertíðarinnar og margir orðnir langeygðir eftir keppni. Á laugardag var keppt í þremur flokkum: Í Basic novice voru 10 keppendur. Þann flokk sigraði Sædís Heba Guðmundsdóttir frá SA með 38.41 stig, Berglind Inga Benediktsdóttir …

Ársskýrsla ÍSS 2019-2020

Á Skautaþingi ÍSS, sem fram fór í húsnæði ÍSÍ í Reykjavík þann 13. september sl., voru meðal annars ný lög samþykkt. Gefin var út ársskýrsla fyrir síðastliðið tímabil þar sem koma fram ýmsar upplýsingar um sambandið, áhugaverð tölfræði, ársreikningar sambandins ásamt skýrslu stjórnar. Hér er hægt að nálgast ný lög …

Fræðsludagur ÍSS í samvinnu við FSÍ

Fréttin er uppfærð Síðustu daga höfum við mætt ýmsum tæknilegum áskorunum sem hafa orðið til þess að Fræðsludagurinn hefur tekið á sig nýja mynd. Fyrirlestrarnir verða teknir upp og sendir til allra skráðra þjálfara í næstu viku, með þessu fyrirkomulagi gefst öllum tækifæri til að horfa á sínum tíma/hraða. Útgáfa …

Ísold Fönn fyrst til þess að lenda 3F í keppni

Um síðustu helgi tók Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir þátt í Dreitannen Cup mótinu í Sviss. Þetta er fyrsta keppni Ísoldar í Junior Ladies  og einnig fyrsta mótið hennar eftir erfið meiðsli. Ísold Fönn gerði sér lítið fyrir og framkvæmdi fyrsta þrefalda Flip (3F) sem íslenskur skautari hefur fullgert í keppni og …