Advanced Novice

Haustmót ÍSS 2017 seinni keppnisdagur

Haustmót ÍSS 2017

Haustmóti ÍSS lauk í dag. Það sem er svo skemmtilegt á haustmóti er að sjá öll nýju prógrömmin sem æfð hafa verið yfir sumarið og alla fallegu kjólana sem keppendur mæta í til keppni. Að sjálfsögðu var enginn svikin á þessu haustmóti. Stelpurnar sýndu flott tilþrif á ísnum og margar að reyna við erfiðari element í prógrömmum.

Dagurinn hófst með keppni í flokknum Basic Novice B. Þar mættu til leiks 16 keppendur. Edda Steinþórsdóttir SR sigraði, önnur varð Sólbrún Erna Víkingsdóttir SB og þriðja varð Margrét Helga Kristjánsdóttir SR.

Þá var komið að stúlkunum í Advanced Novice með frjálsa prógrammið. Mættar til leiks voru 9 stúlkur. Í hópnum var áfram hörð keppni og má nefna að stúlkurnar í efstu fjórum sætunum náðu viðmiðum ÍSS fyrir úrvalshóp. Marta María Jóhannsdóttir SA sigraði með talsverðum yfirburðum með 78.89 stigum samanlagt, í öðru sæti varð Rebekka Rós Ómarsdóttir SA á nýju persónulegu meti með 74.27 stig og þriðja varð Aldís Kara Bergsdóttir SA með 71.04 stig.

Næst var komið að keppni í Junior með frjálsa prógrammið. Þar voru mættar til leiks 6 stúlkur allar frá sunnan félögunum tveim. Kristín Valdís Örnólfsdóttir SR, sigraði með miklum yfirburðum með 91.63 stigum samanlagt, önnur varð Margrét Sól Torfadóttir SR með 74.79 stig og þriðja varð Herdís Birna Hjaltalín SB með 73.88 stig.

Að lokum var komið að keppni í Senior með frjálsa prógrammið og þar var aðeins einn keppandi skráður til leiks. Eva Dögg Sæmundsdóttir SB. Hún lauk keppni á sínu fyrsta móti sem Senior skautari með 86.78 stigum.

Við þökkum Keppendum, dómurum og tæknifólki, starfsfólki mótsins og öllum gestunum kærlega fyrir helgina og hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Bikarmóti ÍSS sem haldið verður í Laugardalnum helgina 13.-15. október.

21705963_10156867879096164_2069833980_o

Haustmót ÍSS – fyrri keppnisdagur.

Haustmót 2017 - Chicks

Haustmót 2017 - Cubs

Haustmót 2017 Basic Novice A

Þá er keppni lokið á fyrri keppnisdegi Haustmóts ÍSS sem haldið er í Egilshöll. Það er ljóst að skautararnir hafa ekki slegið slöku við í sumar og mættu allir vel undirbúnir með taugarnar þandar til leiks í Egilshöll í dag.

Mótið hófst í morgun á keppni hjá yngstu keppendunum, í flokknum Chicks. Þar sigraði Sædís Heba Guðmundsdóttir SA, önnur var Emelíana Ósk Smáradóttir SB og þriðja varð Indíana Rós Ómarsdóttir SA. Þá tók við keppni í flokknum Cubs. Þar sigraði Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir SA, önnur varð Katrín Sól Þórhallsdóttir SA og þriðja varð Sara Kristín Pedersen SB. Því næst var komið að flokknum Basic Novice A. Þar fór með sigur af hólmi Eydís Gunnarsdóttir SR, önnur varð Júlía Rós Viðarsdóttir SA og þriðja varð Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR.

Eftir heflun og hlé var komið að keppni í Advanced Novice stutt prógram. Þar héldu norðan stúlkur uppteknum hætti og röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Þar stendur Marta María Jóhannsdóttir SA efst að loknu stutta prógramminu með 16.27 í tæknieinkunn og 29.27 stig samanlagt. Rebekka Rós Ómarsdóttir SA er önnur með 14.80 í tæknieinkunn og 27.14 stig samanlagt sem er persónulegt met. Aldís Kara Bergsdóttir SA er þriðja með 14.34 í tæknieinkunn og 24.48 stig samanlagt og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir SA stendur fjórða með 14.00 í tæknieinkunn og 24.04 samanlagt.

Þá var komið að keppni í Junior A. Þar stendur efst að loknu stutta prógraminu Kristín Valdís Örnólfsdóttir með 16. 94 í tæknieinkunn og 32.16 samanlagt, önnur er Margrét Sól Torfadóttir með 14.40 í tæknieinkunn og 29.60 stig samanlagt og þriðja er Herdís Birna Hjaltalín með 14.42 í tæknieinkunn og 29.16 samanlagt.

Síðust á ísinn í dag var Eva Dögg Sæmundsdóttir sem keppir í Senior A. Hún fékk í tæknieinkunn 15.81 og samanlagt 31.29 stig.

Myndir úr keppni í eldri flokkum verða birtar fljótlega
Keppni heldur svo áfram á morgun og hefst þá keppni kl. 8:30 með keppni í flokknum Basic Novice B og að honum loknum tekur við keppni í Advanced Novice, Junior og Senior með frjálsu prógrömin.

Nyjar keppnisreglur

Nýjar keppnisreglur

Nýjir keppnisflokkar ÍSS

Frá og með keppnistímabilinu 2017-2018 mun Skautasamband Íslands (ÍSS) taka upp breytt keppniskerfi innan listskauta í stað þriggja flokka kerfis (A, B og C) eins og verið hefur.

Keppniskerfinu er skipt upp í tvær leiðir: Keppniskerfi ÍSS og Keppniskerfi félaganna.

Með breytingunni munu allir keppnisflokkar Alþjóðaskautasambandsins (ISU) hafa verið innleiddir í íslenskt keppniskerfi. Ætlunin er einnig að með nýrri nafngift flokkanna muni hvatning aukast þar sem hún felur ekki í sér mismunun iðkenda í A, B og C flokka.

Smelltu hér til að sækja upplýsingar um breytt keppniskerfi

Smelltu hér til að nálgast yfirlit yfir keppnisflokka ÍSS 2017-2018.

3

Þriðji í Nordics 2017

Að lokum þremur keppnis dögum eru úrslit orðin ljós í fjórum flokkum Novice A (stúlknaflokk A) stúlkur og piltar og Junior A (unglingaflokk A) kvenna og karla. Keppnin í þessum flokkum er gríðarlega hörð og talsverðar breytingar á röðun frá því að loknu stutta prógramminu og að loka úrslitum að loknu frjálsu prógrammi.

Á föstudaginn lauk keppni í Novice flokkunum.

Í Novice A stúlkur bar hin knáa Selma Ihr frá Svíþjóð sigur úr bítum með 103.84 stig, í öðru sæti varð Vera Stolt frá Finnlandi með 98.51 stig og þriðja varð Emilie Nordqvist frá Svíþjóð með 90.32 stig.

Ísland átti fjóra keppendur í þessum flokki þær Aldísi Köru Bergsdóttur, Ásdísi Örnu Fen Bergsveinsdóttur, Mörtu Mariu Jóhannsdóttur og Viktoríu Lind Björnsdóttur. Marta María var efst íslensku stúlknanna og hafnaði í 12 sæti með 69.32 stig. Aldís Kara varð 16. með 63.29 stig, Viktoría Lind varð 18. með 61.44 stig og Ásdís Arna Fen hafnaði í 19. Sæti með 60.92 stig.

Í Novice A piltar bar hinn ungi Casper Johansson frá Svíþjóð sigur úr bítum með 102.42 stig, annar varð Andreas Nordebäck frá Svíþjóð með 84.84 stig og þriðji varð Lucas Strzelec frá Danmörku með 75.33 stig.

Í dag hófst keppni á Open Nordic hluta Norðurlandamótsins. Þar eru skautarar frá 11 þjóðum skráðir til leiks.

Konurnar voru fyrstar á ísinn í morgun. Mikill spenningur var fyrir keppni í kvennaflokki, enda mörg þekkt nöfn skráð til leiks. Má þar nefna meðal annarra Carolina Kostner frá Ítalíu, Elizaveta Tuktamysheva frá Rússlandi og Joshi Helgeson frá Svíþjóð.

Að loknu stutta prógramminu raða þær þrjár sér í þrjú efstu sætin. Carolina Kostner stendur efst með 64.85 stig, önnur er Elizaveta Tuktamysheva með 60.72 stig og þriðja er Joshi Helgeson með 56.10 stig. Skammt á eftir þeim er hinn unga Anita Östlund frá Svíþjóð með 54.48 stig. Það verður gaman að fylgjast með gangi mála á morgun og hefst keppni í kvennaflokki kl. 09.00.

Í Karlaflokki var keppnin ekki alveg jafn jöfn, en spennandi þó. Að loknu stutta prógramminu er hinn franski Chafik Besseghier efstur með 73.79 stig, annar er Ondrej Spiegl frá Svíþjóð með 66.34 stig og þriðji er Daniel Albert Naurits frá Eistlandi með 63.71 stig. Keppni í karlaflokki hefst kl. 11.15 (áætlaður tími).

Eftir hádegi var svo komið að frjálsa prógramminu hjá Junior A – menn. Þar urðu nokkrar tilfærslur á milli sæta að loknu frjálsa prógramminu í dag. Þetta endaði með þreföldum sænskum sigri. Nikolaj Majorov frá Svíþjóð hélt fyrsta sætinu og hlaut hann samanlagt 149.58 stig, annar varð Natran Tzagai frá Svíþjóð með 142.88 stig sem fór upp um eitt sæti og þriðji varð Mikael Nordebäck frá Svíþjóð með 130.40 stig sem hoppaði upp um þrjú sæti frá því á fimmtudaginn að loknu stutta prógramminu.

Því næst var komið að frjálsa prógramminu hjá Junior A – konur. Þar urðu líka talsverðar tilfærslur á milli sæta í dag. Hin finnska Linnea Ceder sigraði flokkinn. Hún gerði sér lítið fyrir og hækkaði sig úr 4 sæti. Önnur varð Sofia Sula frá Finnlandi með 117.92 stig og þriðja varð Cassandra Johansson frá Svíþjóð með 116.86 stig, hún var fyrst að loknu stutta prógramminu á fimmtudaginn.

 

2

Norðurlandamótið hófst í dag

Norðurlandamótið 2017 hófst í Egilshöll í dag með keppni í Novice A stúlkur. Alls voru 20 stúlkur mættar til leiks frá öllum Norðurlöndunum, en löndin hafa rétt á að senda 4 keppendur í hvern keppnisflokk.

Að lokinni keppni með stutta prógrammið er Selma Ihr frá Svíþjóð efst með 38.81 stig, önnur er Emilie Nordqvist frá Svíþjóð með 38.12 stig og þriðja er Vera Stolt frá Finlandi með 37.79 stig.

Íslensku stúlkurnar stóðu sig allar vel í dag. Marta María Jóhannsdóttir er 12 með 25.46 stig, Aldís Kara Bergsdóttir er 15 með 24.21 stig, Viktoría Lind Björnsdóttir er 19 með 22.53 stig og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir er 20 með 22.41 stig.

Sex strákar eru mættir til leiks í Novice A drengir. Að lokinni keppni í dag eru þrír Svíar á toppnum þeir Casper Johansson með 35.11 stig, Andreas Nordebäck með 33.94 stig og Daniel Siedl með 27.42 stig.

Keppni i Novice A heldur áfram á morgun klukkan 11.30 og raðast stúlkurnar okkar í fyrstu tvo upphitunarhópana. Ásdís Arna Fen er númer 1, Viktoría Lind er númer 2, Aldís Kara er númer 6 og Marta María er númer 3 í öðrum upphitunarhóp.

Að lokinni velheppnaðri opnunarhátíð hófst keppni í Junior A Konur. Þar voru 20 keppendur mættir til leiks. Cassandra Johansson frá Svíþjóð stendur efst að loknu stutta prógramminu með 44.71 stig, önnur er Sofia Sula frá Finlandi með 43.77 stig og þriðja er Laura Karhunen frá Finlandi með 42.37 stig.

Íslensku stúlkurnar raðast fyrir neðan miðju hópsins. Agnes Dís Brynjarsdóttir er efst íslensku stúlknanna í 13 sæti með 33.63 stig, Eva Dögg Sæmundsdóttir er í 15 sæti með 30.95 stig, Emilía Rós Ómarsdóttir er í 17 sæti með 29.10 stig og Kristín Valdís Örnólfsdóttir er í 18 sæti með 28.18 stig.

Síðastir inn á ísinn í dag voru piltarnir í Junior A Menn. Níu piltar voru mættir til keppni. Þar er í fyrsta sæti að loknu stutta prógramminu Nikolaj Majorov frá Svíþjóð með 55.16 stig, annar er Benjam Papp frá Finlandi með 47.22 stig og þriðji er Natran Tzagai frá Svíþjóð með 46.77 stig.

Keppni í Junior A heldur áfram á laugardaginn kl. 13:45.

14Y_JB

14yrs & younger girls/Junior B Ladies

Now we have concluded the competition in 14 years and younger B and Junior B. The girls all did great and the competition was tight. The winner in 14 years and younger B is Hildur Bjarkadóttir from Björninn Skating Club with 28.74 points, in second place is Hildur Hilmarsdóttir from Björninn Skating Club with 24.81 points and in third place is Tinna Dís Bjarkadóttir from Björninn Skating Club with 24.68 points.

The winner in Junior B is Sophia Nesser from Sheffield Great Britain with 45.71 points, in second place is Eva Björg Halldórsdóttir from Akureyri Skating Club with 34.67 points and in third place is Elizabeth Tinna Arnardóttir from Reykjavík Skating Club with 34.08 points.

A great day of Figure Skating is coming to an end. We have seen a lot of promissing young skaters on ice today who all gave their very best in their performance.

The competiton will continue tomorrow at 13:15 with Advanced Novice free program. In the morning there will be official practices for Advanced Novice, Junior A Ladies, Junior A Men, Senior Ladies and Senior Men.

 

Þá er keppni lokið í 14 ára og yngri B og Junior B. Stelpurnar stóðu sig allar með miklum sóma og var keppnin ansi hörð innan flokkana. Sigurvegari í 14 ára og yngri A er Hildur Bjarkadóttir frá Skautafélaginu Birninum með 28.74 stig, í öðru sæti er Hildur Hilmarsdóttir með 24.81 stig og í þriðja sæti er Tinna Dís Bjarkadóttir með 24.68 stig.

Í junior B sigraði Sophia Nasser frá Sheffield Great Britain með 45.71 stig, í öðru sæti varð Eva Björg Halldórsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar með 34.67 stig og í þriðja sæti varð Elizabeth Tinna Arnardóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur með 34.08 stig.

Þá er góður skautadagur að kvöldi komin. Við höfum séð hóp efnilegra ungra skautara gefa allt sitt í prógrömmin sín og standa sig afar vel.

Mótið heldur áfram á morgun klukkan 13:15 með keppni í Advanced Novice – frjálst prógramm. Í fyrramálið eru svo opinberar æfingar frá klukkan 7:30 hjá Advanced Novice, Junior A konur, Junior A menn, Senior A konur og Senior A menn.

12Y_13Y

Medalist 12y & younger girls and 13y & younger boys

 

The girls in 12 years and younger have finished their competition. There we saw some great moves. The winner of this group is Eydís Gunnarsdóttir from Reykjavík Skating Club with 28.33 points, in second place is Aníta Núr Magnúsdóttir from Björninn Skating Club with 28.26 and in third place is Louise Erhard with 28.03 points.

The only boy competitor of today‘s competition, Dillon Judge,  has finished his program. He did well and ended with 24.50 points.

Stelpurnar í 12 ára og yngri A hafa lokið keppni. Þar voru sýnd glæsileg tilþrif á ísnum. Í fyrsta sæti var Eydís Gunnarsdóttir með 28.33 stig, í öðru sæti var Aníta Núr Magnúsdóttir með 28.26 og í þriðja sæti varð Louise Erhard með 28.03 stig.

Eini strákurinn sem tók þátt í keppni dagsins, Dillon Judge, hefur lokið keppni. Honum gekk ágætlega og lauk hann keppni með 24.50 stig.

 

8_10years_girls

The Final Results for 8yrs & 10yrs

8 years & younger/10 years & younger girls

Now the youngest two groups in the Interclub Competition have finished. In 8 years and younger the winner is Sheryl Ovide – Etienne from Club Olympique de Courbevoie with 26.0 points, second was Sara Kristín Pedersen from Björnin Skating Club with 18.39 points og third was Emily Scott from Figure Skating Club Zilina with 16.65 points.

In 10 years and younger the winner is Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir Akureyri Skating Club with 24.62 points, Second was Margrét Eva Borgþórsdóttir Reykjavík Skating Club with 24.08 points and third was Oda Tonnensen Havgar Oslo Idrettslag with 23.67 points.

Well done girls you did great today. Further information can be found here.

Þá hafa yngstu tveir hóparnir lokið keppni á Klúbbamótinu okkar. Í 8 ára og yngri bar Sheryl Ovide – Etienne frá Club Olympique de Courbevoie sigur úr bítum með 26 stig, önnur varð Sara Kristín Pedersen frá Skautafélaginu Birninum með 18.39 stig og þriðja varð Emily Scott frá Figure Skating Club Zilina með 16.65 stig.

Í 10 ára og yngri bar Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir Skautafélagi Akureyrar sigur úr bítum með 24.62 stigum, önnur varð Margrét Eva Borgþórsdóttir Skautafélagi Reykjavíkur 24.08 stig og þriðja varð Oda Tonnensen Havgar Oslo Idrettslag með 23.67 stig.

Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn. Nánari upplýsingar og úrslit er að finna hér.

novice_a

Advanced Novice – SP Results

Advanced Novice have finished their competition with short program. Standing first after short program is Naomi Mugnier from France, second is Mona Sofia Tahk from Estonia and third is Marta María Jóhannsdóttir from Iceland.
Competition for Advanced Novice will continue tomorrow att 13:15 pm.

Press here to see judges details per skater.

Stúlknaflokkur A /Advanced Novice SP.

Nú hafa Advanced Novice lokið keppni með stutta prógramið. Efst stendur Naomi Mugnier frá Frakklandi með 33.43 stig, önnur er Mona Sofia Tahk með 30.01 stig og þriðja er Marta María Jóhannsdóttir með 28.89 stig.
Keppni heldur áfram hjá þeim á morgun klukkan 13.15 með frjálsa prógramið.

Sjá stigagjöf hvers keppanda hér.