Reykjavik International Games: Dagur 3

Reykjavik International Games: Dagur 3

Reykjavik International Games 2020 come to an end

Last competition day of the Reykjavik International Games Figure Skating Competition was on Sunday.

The men started the competition with Edward Appleby, from Great Britain being the only skater in Junior Men. He started with a great triple Loop and a triple Lutz in a combination. His points for the free skating were 99.69 with 145.40 in total points.
Next to skate was Nikolaj Molgaard Pedersen, from Denmark. He was the only competitor in Senior Men. For his free skating he got 70.42 and 112.23 in total points.

Senior Ladies were next up. Starting order was the reverse order of the results from their short program the day before. The highest ranking skaters skating last. In the last warm-up group only 3 points divided the skaters. Every skater in the group showed triple jumps and great programs. Kari Sofie Slördal Tellefsen, from Norway, skated first in the last group but unfortunately fell in two jumps and lost her place. Louisa Warwin, from Norway, was fifth after the short program. She had a great day and performed a good program and got 71.40 points. Patricia Sala, from Switzerland, started strong but made one mistake in her program and got 72.47 points. Next up was Oliwia Rzepiel, from Poland. She started with strong jump combinations and showed a lot of power and performance. She got 78.79 points for her free skating. Last to skate was Marianne Stålen, from Norway, who was the leader after the short program. Marianne skated a beautiful program and got 80.42 points, she will definitely show us another great performance at the Nordics in two weeks.
The winner was Marianne Stålen with 121.39 total points, second was Oliwia Rzepiel with 119.23 total points and third was Louisa Warwin who skated herself up two places and got 111.19 total points.

Junior Ladies was a big and strong group of skaters. Just about on point separated the third to seventh skater after the short program and skaters in eight to eleven were close behind. Two Icelandic skaters had been second and fourth after the short and the audience was waiting anxiously to see how they would perform in their free skating.
Amalie Borup Christensen, from Denmark, was last to skate in the second group and skated really well which gave her 77.33 points. Marta María Jóhannsdóttir, from Iceland, had been fourth after the short. She showed strong elements, had all spins on level 4 and her steps on level 3 in addition to two double Axels and a triple Salchow. One fall and minor mistakes gave her 74.53 points. Elena Komova, from Great Britain, had been third after the short and skated a really beautiful program an had her most difficult elements at the end of the program, which gives more points, and got 84.41 points. Aldís Kara had been second after the short and additionally had reached the minimum technical elements score for Junior Worlds in the short. Now she needed the minimums for her free skating to earn the place. The nerves got the better of her and despite her spins and steps being all on level 3 and 4 she did not reach the minimums for the free skating and got 66.29 points. Last to skate was Marija Bolsheva from Latvia, she had been the leader after the short program. She was confident in her elements and had all her spins on level 4 and got 88.07 points for her performance.
The final results of the Junior Ladies were Marija Bolsheva, Latvia, with Gold and 136.08 total points, Elena Komova, Great Britain, with Silver and 125.96 total points and Amalie Borup Christensen, Denmark, skater herself from seventh place in the short to a Bronze medal with 117.48 total points.

A great competition has come to an end for this year.

Síðasti keppnisdagur á Reykjavíkurleikunum í listskautum

Sunnudagurinn var síðasti keppniadagurinn í Skautahöllinni í Laugardal á Reykjavíkurleikunum. Keppni hófst stundvíslega klukkan 11 með því að Edward Appleby frá Bretlandi steig á ísinn sem eini Junior Men keppandinn. Edward hóf prógramið sitt vel með geysifallegu þreföldu Loop og þreföldum Lutz í samsetningu. Stigin fyrir frjálsa prógramið voru 99.69 og samanlagt 145.40.

Á eftir honum kom eini Senior Men keppandinn, Nikolaj Mölgaard Pedersen frá Danmörku. Nikolaj komst ágætlega frá metnaðarfullu prógrami og fékk fyrir 70.42 stig. Samanlögð stig hans urðu því 112.23.

Senior Ladies hófu leikinn að körlunum loknum. Keppnisröðin var öfug úrslitaröð úr stuttu prógrami daginn áður. Efstu skautararnir voru því í seinni upphitunarhópi og rétt um þrjú stig skildu að þá fjóra keppendur sem voru í upphitunarhópnum. Hver keppandi á fætur öðrum raðaði inn þreföldum stökkum og glæsilegum prógrömum. Kari Sofie Slördal Tellefsen frá Noregi skautaði fyrst í seinni hópnum en féll því miður í tveimur stökkum og datt niður um sæti. Louisa Warvin, frá Noregi, sem hafði verið fimmta daginn áður átti mjög góðan dag og túlkaði prógramið sitt afar vel í dag og fékk 71.40 stig. Patricia Sala frá Sviss byrjaði sterkt og gerði aðeins ein mistök í prógraminu sínu. Stigin hennar eftir frjálsa voru 72.47. Næst á eftir henni var Oliwia Rzepiel frá Póllandi. Oliwia byrjaði með afar sterkar stökksamsetningar í prógraminu sínu og sýndi mikinn kraft í túlkun. Frjálsa prógramið gaf henni 78.79 stig. Síðust skautaði Marianne Stålen frá Noregi sem hagði verið efst eftir fyrri daginn. Marianne skautaði glæsilegt prógram með 80.42 stig ljóst að hún ætlar sér góða hluti á Norðurlandamótinu eftir 2 vikur. Úrslitin í flokkinum voru því Marianne Stålen var sigurvegari með 121.39 stig. Önnur varð Oliwia Rzepiel með 119.23 stig og þriðja varð Louisa Warvin sem skautaði sig upp um tvö sæti og fékk samanlagt 111.19 stig.

Mikil eftirvænting var eftir keppni í Junior ladies. Um það bil eitt stig skildi að keppendur í þriðja til sjöunda sæti og keppendur í áttunda til ellefta sæti voru ekki langt undan. Íslenskar stúlkur höfðu setið í öðru og fjórða sæti og spennandi að sjá hvernig þeim myndi vegna á seinni deginum. Gífurleg spenna var í höllinni eftir að síðasta stúlkan í hópi tvö var búin og ljóst að henni hafði gengið afar vel og Amalie Borup Christensen frá Danmörku fékk 77.33 stig. Eftir heflun fór síðasti upphitunarhópur á ísinn og í honum tvær stúlkur sem hafa verið atkvæðamiklar í íslensku skautalífi í vetur. Marta María Jóhannsdóttir hafði verið fjórða eftir stutta prógramið og til alls vís enda kýldi hún á öll element með alla spinna á level4, spor á level3 og tvo tvöfalda Axela og eitt þrefalt Salchow. Eitt fall og minni háttar misttök skiluðu henni 74.53 stigum. Elena Komova frá Bretlandi hafði verið þriðja eftir stutta prógramið skautaði virkilega fallegt prógram og hafði sett erfiðustu elementin sín aftar í prógramið sem gefur fleiri stig og nældi sér í 84.41 stig fyrir vikið. Spennan magnaðist því nú var komið að Aldísi Köru Bergsdóttur. Mátti heyra saumnál detta þetar hún skautaði á upphafsstað. Aldís var búin að ná lágmörgum inn á heimsmeistarmót unglinga í stutta prógraminu á laugardeginum og vantaði að gera það í dag einnig til að tryggja sér miðann á Junior Worlds. Taugarnar voru þandar til hins ýtrasta og náðu svoldið tökum á henni og erfiðu stökkin létu á sér standa. Hins vegar voru allir spinnar og spor á level 3 og 4. Þegar stigin komu var ljóst að ekki hafði gengið að ná í lágmörkin að þessu sinni og fékk hún 66.29.stig fyrir frjálsa prógramið. Síðust skautaði svo hin Lettneska Marija Bolsheva sem hafði verið efst eftir fyrri daginn. Marija raðaði af öryggi niður elementunum sínum og alla spinna á level4 og uppskar 88.07 stig fyrir frammistöðuna. Úrslit í junior flokki urðu síðan samanlagt að Marija Bolsheva frá Lettlandi sigraði með 136.08 stig. Önnur varð Elena Komova frá Bretlandi með 125.96 stig og þriðja varð hástökkvari dagsins, Amalie Borup Christensen frá Danmörku sem skautaði sig úr sjöunda sæti í það þriðja með 117.48 stig.

Vel heppnuðum Reykjavíkurleikum lauk því í höllinni á fimmta tímanum á sunnudag með verðlaunaafhendingu í þessum fjórum flokkum áður en keppendur, dómarar og sjálfboðaliðar héldu heim á leið í fallegu hæglætisveðri í Reykjavík.

Translate »