Júlía og Manuel fyrir Ísland

Júlía og Manuel fyrir Ísland

Skautasamband Ísland tilkynnir með stolti að Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza munu keppa fyrst allra í parakeppni á listskautum fyrir hönd ÍSS.

 

Júlía Sylvía sem er 19 ára gömul hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún náð góðum árangri og var m.a. fyrst Íslendinga til þess að hreppa gull á alþjóðlegu móti í fullorðins flokki. Manuel Piazza er 24 ára skautari frá Ortisei á norður Ítalíu. Undanfarin ár hefur hann æft með fyrrum skautafélaga sínum, Anna Valesi, í Afreksmiðstöð Alþjóða Skautasambandsins (ISU) í Bergamo.

Júlía Sylvía hefur flust búferlum til Bergamo þar sem parið æfir í Afreksmiðstöð ISU undir handleiðslu Rosanna Murante og Ondrej Hotarek. Parið mun einnig æfa að hluta til á Íslandi undir stjórn Benjamin Naggiar, yfirþjálfara Fjölnis, en hann hefur verið þjálfari Júlíu Sylvíu síðan 2021. Benjamin Naggiar er kóreógraferinn í teyminu og hefur samið bæði prógömm parsins.

 

Parið stefnir á að ná lágmörkum inn á Evrópumót sem haldið verður í Tallinn, Eistlandi í lok janúar 2025.

ÍSS óskar Júlíu, Manuel og þeirra teymi góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »