25. Skautaþing ÍSS 2024: fyrra fundarboð

25. Skautaþing ÍSS 2024: fyrra fundarboð

Í samræmi við 6. grein laga ÍSS, er hér með boðað til 25. Skautaþings ÍSS. Skautaþing verður haldið laugardaginn 11. maí í Skautahöllinni á Akureyri, Naustavegi 1, 600 Akureyri.

Tillögur sem óskast teknar fyrir á Skautaþingi, skulu hafa borist stjórn ÍSS minnst þremur vikum fyrir Skautaþing, þ.e. 20. apríl nk.

Tilkynningar um framboð til stjórnar og varastjórnar ÍSS skulu berast kjörnefnd Skautaþings eigi síðar en þremur vikum fyrir Skautaþing, þ.e. 20. apríl nk.

Eigi síðar en tveimur vikum fyrir Skautaþing, þ.e. 27. apríl nk., skal ÍSS senda aðilum dagskrá þingsins og tillögur sem borist hafa ásamt þeim tillögum sem ÍSS hyggst leggja fyrir þingið.

f.h. Skautasambands Íslands

Svava Hróðný Jónsdóttir
Formaður ÍSS

María Fortescue
Framkvæmdastjóri ÍSS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »