Bikarmeistarar ÍSS 2024

Bikarmeistarar ÍSS 2024

Fjölnir, listskautadeild, Bikarmeistarar ÍSS 2024

Í lok Vormóts ÍSS varð ljóst hvaða félag hreppti titilinn Bikarmeistarar ÍSS 2024.

Félög safna stigum á mótum ÍSS yfir keppnisveturinn og tekur efsti keppandi frá hverju félagi stig fyrir félag sitt sem eru svo lögð saman eftir veturinn. Það félag sem stendur uppi með flest stig er bikarmeistari.

Þegar búið var að skoða úrslit mótsins var ljóst að listskautadeild Fjölnis stóð uppi sem sigurvegari Bikarmótaraðar 2024 með 116 stig. Þetta er í annað sinn sem Fjölnir fær bikarinn og mun nú varðveita hann í eitt ár í viðbót.

Translate »