Íslandsmeistaramót ÍSS 2022

Íslandsmeistaramót ÍSS 2022

Íslandsmeistaramót ÍSS fór fram 19.-20. nóvember sl. í skautahöllinni í Egilshöll

Á laugardeginu fór fram keppni í stuttu prógrammi, eða skylduæfingar.

Það voru skautarar úr Advanced Novice sem hófu keppni. Fyrst á ísinn var Sædís Heba Guðmundsdóttir, SA, þar sem hún reyndi við tvöfaldan Axel sem ekki dugði til í dag, en þrátt fyrir það landaði hún 1. sæti með tæknistig upp á 10.36 og heildarstig upp 21.63. Því næst var það Indíana Rós Ómarsdóttir, SR, með glæsilega frammistöðu og vel skautað prógram og hafnaði hún í 2. sæti með tæknistig upp á 9,09 og heildarstig uppá 19.89.

Næsti keppnisflokkur og þar með síðasti keppnisflokkur dagsins var Junior Women. Þar sem þrjár stúlku sýndu listir sínar. Fyrst inn á ísinn var Lena Rut Ásgerisdóttir, Fjölni, gekk henni vel en datt tvisvar, þá skilaði það henni 3. sæti með tæknistig 13.32 og heildarstig upp á 28.71.

Næst til að skauta var Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, SA, er þetta hennar annað mót í Junior. Hún landai 2. sæti eftir kraftmikið prógramm þrátt fyrir eitt fall skilaði það henni tæknistigum upp á 18.66 og heildarstigum upp á 35.06.

Síðasti skautarinn í Junior Women var Júlía Sylvía Gunnarsdóttir, Fjölni, með glæsilega frammistöðu og örugga þrátt fyrir að eitt stökk hafi ekki gengið alveg upp en skilaði það henni þrátt fyrir það 1. sæti með tæknistig uppá 25.01 með heildarstig upp á 46.96. Þetta er persónulegt stigamer hjá Júlíu Sylvíu í stuttu prógrammi.

Á sunnudeginum var keppt merð frjálst prógram, skautarar kepptu í öfugri úrslitaröð stutta prógrammsins.

Fyrsti keppnisflokkurinn var Advanced Novice. Indíana Rós Ómarsdóttir, SR, hóf keppnisdaginn og skautaði hún fallegt prógram og vel framkvæmt, fékk hún 15.97 tæknistig, heildarstig upp á 36.17 og samanlagt fyrir bæði stutta og langa prógrammið var 56.30 sem var mjög góð bæting frá Haustmótinu hjá henni. Hafnaði Indíana í 2. Sæti. Því næst var það Sædís Heba Guðmundsdóttir, SA, sem skautaði gott prógram með fáum mínusum, fékk hún fyrir frammistöðu sína 18.73 tæknistig, heildarstig upp á 45.01 og saman lagt fyrir stutta og frjálsa prógrammið 66.64 stig sem skilaði henni 1. sæti.

Næsti keppnisflokkur var Junior Women. Lena Rut Ásgeirsdóttir, Fjölni, var fyrst inn á ísinn. Hún skilaði sínum elementum örugglega og fékk fyrir það 27.11 tækni sig og heildarstig upp á 62.28 því önnur eftir daginn í dag en hafnaði í 3.sæti eftir samanlagða frammistöðu stutta og frjálsa prógrammsins með heildar stig upp á 90.99.

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, SA, var næst inn á ísinn þar sem hún framkvæmdi tvo tvöfalda Axela (2A) og flott prógram sem skilaði henni tæknistigum upp á 27.88, heildarstigum uppá 61.92 og samanlagt fyrir stutta og frjálsa prógrammið 96.98 stig.

Síðust inn á ísinn í dag var það Júlía Sylvía Gunnarsdóttir, Fjölni, sem skautaði mjög vel og framkvæmdi tvö þreföld stökk og spinna á hæstu levelum, skilaði það henni 1.sæti með tæknistig upp á 40.68, heildarstig upp á 86.74 og samanlagt frá stutta og frjálsa prógramminu upp á 133.70 stig, sem eru glæsilegur árangur hjá henni og hélt hún áfram að slá sín persónulegu met.

Allt í allt fór Íslandsmeistaramótið fram með góðu móti og settu einhverjir persónuleg stigamet sem er glæsileg frammistaða.

Skautasamband Íslands óskar nýkrýndum Íslandsmeisturum til hamingju

Translate »