Halla Björg Sigurþórsdótti fær alþjóðleg réttindi tæknistjórnanda (TC)

Halla Björg Sigurþórsdótti fær alþjóðleg réttindi tæknistjórnanda (TC)

Frá vinstri: Halla Björg (ISL), Dian BINTI MA HUSSIN (MYS), Maria Borounov (AUS), Ksenija JASTSENJSKI SIMIC (SER)

Frá vinstri: Halla Björg (ISL), Dian BINTI MA HUSSIN (MYS), Maria Borounov (AUS), Ksenija JASTSENJSKI SIMIC (SER)

Nú á dögunum lauk Halla Björg Sigurþórsdóttir prófi hjá Alþjóða skautasambandinu, ISU, sem gaf henni réttindi sem alþjóðlegur tæknistjórnandi (e. international technical controller (TC)).  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur dómari tekur prófið og er Halla Björg því fyrsti íslenski dómarinn sem fær réttindi sem alþjóðlegur tæknistjórnandi.
Halla Björg var fyrir með réttindi alþjóðlegs dómara en það er nauðsynlegur fyrirvari þess að fá tæknistjórnanda réttindin.

Það er mjög jákvætt fyrir skautaíþróttir á Íslandi að eiga dómara og tæknifólk með alþjóðleg réttindi. Bæði eflir það íþróttina innanlands sem og það eykur sýnileika Íslands í alþjóðasamfélagi skautaíþrótta. Einnig er það mikill kostur fyrir íslenska skautara að hægt er að senda dómara og tæknifólk með þeim á alþjóðleg mót.

Skautasamband Íslands óskar Höllu innilega til hamingju með árangurinn. Hún er vel að þessu komin, en að baki liggur mikill undirbúningur sem og mikil vinna á mótum bæði innanlands og erlendis við það að afla sér nauðsynlegrar reynslu.

Translate »