Fulltrúar Íslands á Norðurlandamóti 2022

Fulltrúar Íslands á Norðurlandamóti 2022

Skautasamband Íslands hefur valið þá skautara sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu á listskautum 2022.

Mótið fer fram í Hørsholm í Danmörku dagana 26.-29. janúar nk.

Þeir skautarar sem keppa á Norðurlandamótinu eru:

Senior / Fullorðinsflokkur:

Aldís Kara Bergsdóttir

Junior / Unglingaflokkur:

Júlía Rós Viðarsdóttir
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir

Advanced Novice / stúlknaflokkur:

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir
Sædís Heba Guðmundsdóttir

Mikil eftirvænting er fyrir mótinu þar sem að fella þurfti niður Norðurlandamótið 2021 vegna Covid. Auk keppenda frá Norðurlöndunum geta skautarar frá öllum landssamböndum sem eru aðili að Alþjóða Skautasambandinu (ISU) sent skautara til keppni í flokkum Junior og Senior. Þannig geta skautarar því náð viðurkenndum lágmarksstigum sem gilda til lágmarka á Heimsmeistaramót fullorðinna, Heimsmeistaramót unglinga sem og inn á heimslista ISU.

Íslenski hópurinn mætir til keppni fullur eldmóði. Aldís Kara Bergsdóttir mun þá hafa ný lokið keppni á Evrópumeistaramótinu og mun án efa stefna á lágmörk fyrir Heimsmeistaramót ásamt því að keppendur í unglingaflokki geta stefnt að því að ná lágmörkum fyrir heimsmeistaramót unglinga. Það verður því spennandi að fylgjast með keppni þessara efnilegu skautara. Mótið er einnig góður undirbúningur fyrir RIG 2022 sem haldið verður í Skautahöllinni í Laugardal vikuna á eftir.

Translate »