Íslandsmót barna og unglinga 2021: Seinni keppnisdagur

Íslandsmót barna og unglinga 2021: Seinni keppnisdagur

Í dag, sunnudag, lauk keppni á Íslandsmóti barna og unglinga 2021.

Tveir keppnisflokkar lokuðu keppninni í dag, Intermediate Novice og Intermediate Women.

Fyrsti flokkur á ís í morgun var Intermediate Novice. Þar voru þrír skautarar skráðir til keppni
Kristjörg Eva Magnadóttir, SA, var fyrsti keppandinn. Tvö stökk hjá henni voru undirsnúin (downgraded) en framkvæmdim hjá henni skilaði henni í 17.21 í heildarstig og þriðja sætið. Næst á ísinn var Íris María Ragnarsdóttir, Fjölni. Nokkrir hnökrar voru á stökkunum hjá henni en lokaniðustaða hennar var 18.59 stig og annað sætið. Síðust til að keppa í þessum keppnisflokki var Salka Rannveig Rúnarsdóttir, SA. Elementin hennar voru stöðug og program components voru sterk. Það skilaði henni 22.70 í heildarstig og fyrsta sætið í Intermediate Novice.

Seinni keppnisflokkur dagsins var Intermediate Women. Við sáum í haust mikla aukningu í keppendum í keppnisflokknum sem er mjög jákvæð þróun. Í dag voru sjö skautarar skráðir til keppni.
Úrslit dagsins fóru svo; Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir, SA, sigraði með 47.03 í heildarstig. Hún var með glæsileg og örugg stökk og sterkar pírúettur ásamt því að einkunnir fyrir program components voru góðar. Í öðru sæti var svo Tanja Rut Guðmundsdóttir, Fjölni. Hún fékk fyrir framkvæmd sína í dag 30.63 heildarstig, en einhverjir hnökrar voru á stökkunum hjá henni. Rakel Sara Kristinsdóttir, Fjölni, var svo í þriðja sæti með 29.88 í heildarstig.

Íslandsmótið fór vel fram og var gaman að sjá stöðugar framfarir hjá skauturunum okkar.

Skautasamband Íslands óskar þeim til hamingju með glæsilegan árangur.

Translate »