Fræðslufundur 2. október

Fræðslufundur 2. október

Samhliða Haustmóti ÍSS, sem fer fram í Egilshöll dagana1.-3. október nk., mun ÍSS halda fræðslufyrirlestur.

Fræðslufundurinn fer fram í ÍSsal Egilshallar laugardaginn 2.október kl.16:00 – 17:30. Fundurinn mun fara fram á ensku.

Fræðslufyrirlesturinn er hluti af fræðsludagskrá ÍSS fyrir Afreksskautara og Afrekshóp. Skyldumæting er fyrir þá skautara og þjálfara þeirra.
ÍSS vill jafnframt að þjálfarar, stjórnir og starfsmenn félaga, liðsstjórar, foreldrar/forráðamenn og iðkendur félaganna ásamt nefndar- og stjórnarmeðlimum ÍSS mæti.

Efni fræðslunnar að þessu sinni er yfirferð á protocol keppenda ásamt skyldum og ábyrgð allra aðila.
Farið verður yfir hvernig protocol er uppsettur, hvað kemur fram og hvernig má túlka það sem fram kemur.

Í framhaldi af fyrirlestri verður opnað fyrir spurningar og umræður þar sem að ÍSS hefur fengið til sín sérfræðinga sem svara spurningum og útskýra einstaka atriði.

Við minnum á að grímuskylda er í gildi.

Translate »