Hertar samkomutakmarkanir að nýju

Hertar samkomutakmarkanir að nýju

Þann 25. júlí voru reglur á samkomum vegna farsóttar hertar á ný.

Helstu atriði er varðar íþróttahreyfinguna eru:

  • 100 manns mega vera í einu rými á æfingu og í keppni einstaklinga sem eru fæddir 2005 og fyrr en 200 manns á æfingum og í keppni einstaklinga sem eru fæddir 2006 og síðar.
  • 200 manns mega vera í hverju rými í áhorfendastúkum að því gefnu að allir beri andlitsgrímu, haldi 1 metra fjarlægð og séu í merktum sætum og skráðir með nafni, snr. og kt.
  • Ekki gerð krafa um hámarksfjölda rýma og því hægt að hafa eins mörg „hólf“ á svæðum, svo lengi sem farið er eftir leiðbeiningum frá Embætti Landlæknis um rými (sjá hlekk hér – sem verður endurvakinn á morgun)
  • Ath að einungis börn fædd 2006 og síðar, sem og einstaklingar sem ekki hafa skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt, eða geta það ekki af öðrum ástæðum (t.d. v. heilsufars) eru eina fólkið sem er undanþegið því að bera grímur. Hvorki fyrri sýking né bólusetning er gild ástæða til að sleppa grímunni.

Uppfærðar reglur sem snúa að skautaíþróttum ásamt frekari upplýsingum er að finna hér: www.iceskate.is/covid-19/

Translate »