Bikarmeistarar ÍSS 2021

Bikarmeistarar ÍSS 2021

Í dag, sunnudaginn 14.mars, voru Bikarmeistarar ÍSS krýndir í annað sinn.
Síðasta keppnistímabil var tekin upp nýtt fyrirkomulag þar sem að félögin keppa sín á milli að því að verða Bikarmeistarar ÍSS. Stig eru gefin í hverjum þeim keppnisflokki er hefur keppendur á viðkomandi móti frá öllum aðildarfélögum. Stig eru gefin til þess skautara er efst kemur frá hverju félagi fyrir sig. Einum frá hverju félagi. Félagið safnar stigum í bikarmótaröðinni yfir árið í þeim flokkum sem öll félög taka þátt í.

Á Vormóti ÍSS, sem fram fór í Egilshöll um helgina, lauk Bikarmótaröð ÍSS 2020-2021 en mótið var það síðasta sem taldi til stiga og var nýr bikarmeistari krýndur við virðulega athöfn.

Að þessu sinni var það lið Skautafélags Akureyrar sem varð Bikarmeistari ÍSS árið 2021 með 103 stig. Þetta er í annað sinn sem Skautafélag Akureyrar hreppir titilinn.

Translate »