Lokun íþróttamannvirkja á höfuðborgarsvæðinu

Lokun íþróttamannvirkja á höfuðborgarsvæðinu

Eftir ítarlega yfirferð yfir stöðuna og í ljósi leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda og í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hafa skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tekið þá ákvörðun að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna verða lokuð.

Þessi ákvörðun verður endurskoðuð að viku liðinni, í takt við álit sóttvarnalæknis.

Fréttatilkynningu Almannavarna má lesa í heild sinni hér.

ÍSS mun upplýsa aðildarfélögin sín um framferði mála og gefa út nýjar upplýsingar og leiðbeiningar fljótt og örugglega.

Munum að við stöndum saman í þessu verkefni.

 

Translate »