Vetrarmót ÍSS 2019

Vetrarmót ÍSS 2019

Vetrarmót ÍSS hófst á laugardagsmorgun í Skautahöll Egilshallar. Mótshaldari er Skautadeild Fjölnis og mótsstjóri Laufey Haflína Finnsdóttir. Um 47 keppendur voru skráðir til keppni og hefur bæst í keppendalistann frá Haustmótinu í september s.l.

Keppendur í Chicks og Cubs flokkum hófu leikinn. Fjórir keppendur í Chicks, sem eru yngstu skautarar á ÍSS mótum og fjórtán í Cubs. Þessir keppnisflokkar teljast þróunarflokkar hjá ÍSS og fá efndurgjöf um frammistöðu sína á mótinu en ekki er raða í sæti né eiginleg úrslit. Allir þátttakendur fengu þátttökuviðurkenningapening um hálsinn og viðurkenningarskjal.

Á eftir þeim var komið að Basic Novice. Í flokknum voru skráðir sex keppendur sem er aukning frá Haustmóti. Mikið var um skemmtileg prógröm og glæsilega tilburði og auðséð að keppendur eru búnir að vera duglegir við að tileinka sér hugmyndarík prógröm og tæknilega færni. Sigurvegari í Basic novice var Berglind Inga benediktsdóttir frá SA með 25.27 stig, í öðru sæti kom svo Sædís Heba Guðmundsdóttir SA með 24.11 stig og þriðja varð Sunna María Yngvadóttir SR með 23.74 stig. Greinilegt er að keppendur í þessum flokki eru efnilegir og má til gamans nefna að allir sex keppendurnir röðuðu sér innan við 5 stigum frá hver öðrum. Keppni í þessum flokki verður greinilega spennandi í vetur.

Eftir verðlaunaafhendingu og heflun íss var komið að keppni með stuttu prógrami í ISU flokkunum. Eins og svo oft áður var það Advanced Novice sem fór fyrst. Sex keppendur voru skráðir til leiks. Fyrst skautaði Júlía Sylvía Gunnarsdóttir úr Fjölni sem gerði sér lítið fyrir og reyndi tvöfaldan Axel, skilaði flottu prógrami og setti það með markið hátt fyrir þær sem á eftir komu og sat í þriðja sæti eftir daginn með 25.77 stig. Rebekka Rós Ómarsdóttir SR, sem var á sínu fyrsta móti á tímabilinu, náði góðum levelum á spinnum og sporum og stóð í öðru sæti með 26.78 stig en efst varð Júlia Rós Viðarsdóttir SA, en hún hefur verið á góðri siglingu undanfarið ár og var þetta mót engin undantekning er hún skilaði villulausu prógrami og 27.86 stigum.

Á eftir þeim komu keppendur í Junior. Afar sterkir keppendur eru núna í junior flokki og gaman að fylgjast með hvað getan er að þróast hjá þessum flokki. Keppendurnir í flokknum hafa mikla keppnisreynslu m.a. af Junior Grand Prix mótum og European Youth Olympic Festival og er keppni í þessum flokki jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Sex keppendur skautuðu stutta prógramið sitt og röðuðust efstu þrír þannig að Viktoría Lind Björnsdóttir SR reyndi þrefalt Salchow í samsetningu og flottum spinnum og náði þriðja sætinu með 35.11 stig. Marta María Jóhannsdóttir SA var sömuleiðis með afar flotta spinna og sat í öðru sæti með 39.44 stig og Aldís Kara Bergsdóttir SA varð efst með 44.95 stig. Aldís heldur áfram að hækka erfiðleikastig prógramanna sinna og hefur núna bætt við þreföldu Loop sem því miður var vansnúið en engu að síður afar glæsilegt.

Sunnudaginn hófu fimm keppendur í Intermediate Novice. Fjölnisstúlkur hafa lengi verið sterkar í þessum flokki og varð engin breyting á því. Lena Rut Ásgeirsdóttir hreppti fyrsta sætið með 26.64 stig. Tanja Rut Guðmundsdóttir varð í öðru með 24.91 og Rakel Sara Kristinsdóttir í því þriðja með 21.28 stig. Allar koma þær frá Fjölni.

Intermediate Ladies komu á eftir þeim. Þrír keppendur voru skráðir, allir frá SR og röðuðust úrslitin þannig að Þórunn Lovía Löve skautaði sig í fyrsta sæti mðe 33.88 stig. Edda Steinþórsdóttir varð önnur með 25.70 stig og Anna Björt Benjamínsdóttir þriðja með 23.97 stig.

Eftir heflunarhlé hófst keppni í frjálsu prógrami Advanced Novice. Keppnisröð miðast við öfuga úrslitaröð frá deginum áður. Keppendur mættu einbeittir til leiks og röðuðu niður flottum stökkum og spinnum. Úrslitaröðin frá deginum áður breyttist ekki og hélt Júlia Sylvía Gunnarsdóttir þriðja sætinu og slúttaði prógraminu sínum með tveimur kröftugum spinnum og 44.36 stigum. Öðru sætinu hélt einnig Rebekka Rós Ómarsdóttir með glæsilegum stökkum, þar á meðal flottri þriggja stökka samsetningu og 47.32 stig fyrir frjálsa prógramið. Er það er ný regla í þessum keppnisflokki það það megi gera þrjú stökk saman en það var tekið úr keppnisreglum ISU árið 2010. Júlía Rós Viðarsdóttir framkvæmdi nær villulaust prógram fullt af plúseinkunnum og nældi sér í 51.32 stig. Endanleg úrslit í flokkinum urðu því Júlía Rós Viðarsdóttir SA með 79.18 stig í fyrsta sæti, Rebekka Rós Ómarsdóttir SR í öðru með 74.10 stig og í þriðja sæti Júlía Sylvía Gunnarsdóttir úr Fjölni með 70.13 stig.

Junior dömur hófu svo leikinn strax eftir að Advanced Novice hafði klárað. Beðið hafði verið eftir hópnum með nokkurri eftirvæntingu enda eru keppendur í þessum flokki að stíga stórt skref áfram í íþróttinni og reyna erfiðari hluti með hverju mótinu sem líður. Einnig í þessum flokki breyttist úrslitaröðin ekki á milli daga. Viktoría Lind Björnsdóttir, sem hafði verið í þriðja sæti eftir stutta prógramið, átti góðan dag á ísnum og nældi sér í 61.41 stig og þriðja sætið í frjálsa prógraminu líka. Marta María Jóhannsdóttir lagði niður glæsilegt prógram með öllum spinnum á level 4 og fékk 70.12 stig fyrir og setti þar með pressu á Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautaði síðust. Aldís Kara lét ekkert trufla sig og kláraði dæmið með tveimur tvöföldum Axelum, Tveimur þreföldum Salchowum og einu þreföldu Toeloop og 82.74 stig í frjálsa prógraminu. Röð efstu kvenna breyttist því ekki frá deginum áður og því var Aldís Kara Bergsdóttir SA efst með 127.69 stig, Marta María Jóhannsdóttir SA önnur með 109.56 stig og Viktoría Lind Björnsdóttir SR í því þriðja með 96.52 stig.

 

Skautararnir hefja nú undirbúning að Íslandmóti sem haldið verður 29. nóvember til 1. desember í Skautahöllinni í Laugardal og gefur þetta mót fyrirheit um sterka og skemmtilega keppni.

 

Mótið var annað mótið í Bikarmótaröðinni og giltu stig í öllum keppnisflokkum þar sem keppt var til úrslita og öll félög áttu fulltrúa. Keppendur safna stigum yfir keppnistímabilið á þremur ÍSS mótum. Á síðasta mótinu í mars 2020 verða lögð saman stig keppenda félaganna og það félag sem hefur rakað inn flestum stigum verður Bikarmeistari 2020. Fylgjast má með lifandi stigatöflu á heimasíðu ÍSS um stöðu félaganna í Bikarmótaröðinni.

 

Úrslit má finna hér

Translate »