Junior Grand Prix 2019

Junior Grand Prix 2019

ISU Junior Grand Prix of Figure Skating  er mótaröð sem hófst árið 1997. Mótaröðin samanstendur af sjö mótum og einu úrslitamóti (ISU Junior Grand Prix of Figure Skating Final). Á mótaröðinni keppa skautarar sem eru á hraðri uppleið í skautaheiminum og gefur skauturum sem eru á aldrinum 13 til 19 ára tækifæri til þess að keppa á háu getustigi alþjóðlega.
Mótaröðin er nú haldin í 23. sinn.

Stigakerfi sem byggir á úrslitum móta er notað til að ákvarða hverjir vinna sér inn þátttökurétt á úrslitamótinu. Sex keppendur í hverri keppnisgrein (einstaklings kvenna og karla, pör og ísdans) keppa til úrslita.

Öllum keppnum á mótaröðinni er streymt beint á Youtube rás mótaraðarinnar.

Stjórn Skautasambands Íslands hefur, í samvinnu við Afreksnefnd ÍSS, valið á tvo keppendur sem keppa fyrir Íslands hönd á JGP 2019.

Þeir keppendur sem fara fyrir Íslands hönd eru:

  • Aldís Kara Bergsdóttir
    Hún mun keppa í Lake Placid í Bandaríkjunum, 28. - 31. ágúst
  • Marta María Jóhannsdóttir
    Hún mun keppa í Gdansk í Póllandi, 18. - 21. september

Þær munu vera varamenn fyrir hvor aðra.

Þetta er í annað skiptið sem Marta María fer á JGP en það fyrsta hjá Aldísi Köru.

Translate »