Ný Stjórn ÍSS

Ný Stjórn ÍSS

20. Skautaþing ÍSS fór fram 6. apríl 2019

Skautaþing ÍSS fór fram að þessu sinni á Hótel B59 í Borgarnesi.

Dagurinn hófst með fundi formanna félaganna ásamt formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra ÍSS.
Klukkan 9:00 hófst svo málþing um Siðareglur og hegðunarviðmið í íþróttum er var í umsjón Maríu Fortescue framkvæmdastjóra ÍSS. Málstofunni lauk með hópavinnu þar sem fundargestum var skipt upp í fimm hópa sem unnu að ólíkum spurningum og skiluðu sameiginlegri niðurstöðu í lok fundarins.

Klukkan 11:00 hófst svo skautaþingið. Guðbjört Erlendsdóttir, formaður stjórnar ÍSS, setti þingið og var Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, kjörinn þingforseti.
Þinggestir voru þónokkrir og mætti Gunnar Bragason, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fyrir hönd ÍSÍ.
Fjárhagsáætlun, lagabreytingatillögur og Afreksstefna voru samþykktar og nýir fulltrúar í stjórn voru kosnir.
Nýja Stjórn ÍSS skipa: Formaður er Guðbjört Erlendsdóttir, meðstjórnendur eru Ingibjörg Pálsdóttir, Oksana Shalabai, Stefán Hjaltalín og Svava Hróðný Jónsdóttir. Varamenn eru Guðrún Margrét Hannesdóttir og Þóra Sigríður Torfadóttir.

Á þinginu fengu tveir sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir framlag sitt til mótamála og starfs félaganna. Það voru þær Hildur Arnardóttir og Margrét Rún Karlsdóttir.
Síðast á dagskrá var afhending fyrsta Heiðursmerkis ÍSS en ákveðið var að á 20. þinginu yrðu tekin upp heiðursverðlaun í formi silfur og gullmerkja og heiðursstjörnu. Ákveðið var að veita Elísabetu Eyjólfsdóttur, fyrsta formanni ÍSS, silfurmerki ÍSS.
Fráfarandi stjórnarmeðlimum voru svo afhent blóm sem þakklætisvottur.

Þingi var slitið um kl 16:00 og færðu fundargestir sig fram í anddyri hótelsins þar sem boðið var upp á drykk. Hátíðarkvöldverður hófst klukkan 18:00 þar sem góður hópur þinggesta naut samveru fram á kvöld.

Translate »