20. skautaþing ÍSS – seinna fundarboð

20. skautaþing ÍSS – seinna fundarboð

Skautaþing ÍSS 6.apríl 2019

Í samræmi við 6. grein laga ÍSS og bréf ÍSS da​gs. 6. mars sl.​, sendist ykkur hér með tillögur til Skautaþings, bæði frá stjórn ÍSS og innsendar tillögur frá aðildarfélögum, dagskrá og fyrirkomulag þings.

1. Þingstaður
Þingið verður haldið á B59 Hotel, Borgarbraut 59, Borganesi

2. Þingsetning
Þingsetning verður kl. 11:00 þann 6. apríl 2019. Mótttaka opnar kl.10:30

3. Þinggögn
Þinggögn verða ekki prentuð út heldur verða þau send út í tölvupósti einum sólarhring áður en þingið hefst. Þingfulltrúar eru hvattir til að mæta með fartölvur/spjaldtölvur. Bent er á að það getur verið heppilegt að hlaða niður gögnum áður en til þings er haldið til að létta álagið á netinu á þingstað.

4. Dagskrá samkv. 9. grein laga ÍSS
1. Þingsetning
2. Kosin þriggja manna kjörbréfanefnd
3. Kosning þingforseta
4. Kosning þingritara
5. Skýrsla stjórnar lögð fram
6. Ársuppgjör sambandsins lagt fram
7. Umræður og samþykkt reikninga
8. Ávarp gesta
9. Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram
10. Kosning þingnefnda
11. Lagabreytingatillögur
12. Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði og önnur mál sem lögð hafa verið fyrir þingið ef þingmeirihluti leyfir.
13. Þingnefndir taka til starfa
14. Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum
15. Umræður um tillögur nefnda og atkvæðagreiðslur um þær
16. Kosning stjórnar ÍSS og varastjórnar, skv. 12. gr.
17. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
18. Kosnir fulltrúar á Íþróttaþing ÍSÍ, skv. lögum ÍSÍ, á því ári sem Íþróttaþing ÍSÍ ferfram.
19. Þingslit.

Translate »