Hægt verður að ná lágmörkum á Junior Worlds á Norðurlandamótum

Hægt verður að ná lágmörkum á Junior Worlds á Norðurlandamótum

Junior flokkar verða opnir á Norðurlandamótum

Á hverju ári, þegar Norðurlandamót fer fram, hittast fulltrúar allra landa sem standa að Norðurlandamóti. Á þessum fundi er farið yfir framkvæmd mótanna og reglur um Norðurlandamót. Segja má að þetta sé eins konar Norðurlandamótaþing en á ensku kallast hann „Nordic Meeting“

Á síðasta Norðurlandamóti, sem fram fór í Lynköping í Svíþjóð, fór síðasti fundur fram. Þar var farið yfir helstu reglur og þær lagfærðar ef þess þótti þurfa.

Ein stór breyting var gerð í þetta skiptið, en það var reglan um keppni í Junior (Unglingaflokki).

Hingað til hafa eingöngu Norðurlöndin haft keppnisrétt í þessum flokki, lík og í Advanced Novice flokkum. En núna var ákveðið að opna flokkinn. Sem þýðir að öll landssambönd sem eru aðili að Alþjóða skautasambandinu (ISU) hafa leyfi til þess að skrá keppendur á mótið.

Við þessa breytingu munu stigin sem keppendur fá í þessum flokki gilda til þátttöku á Heimsmeistaramóti Unglinga (Junior Worlds) og inn á heimslista ISU.

Þetta hefur verið leyft í Senior (Fullorðinsflokki) og gefist vel, sem dæmi má nefna þátttöku Carolina Kostner og Elizaveta Tuktamysheva á Norðurlandamótinu sem haldið var Íslandi árið 2017.

Samhliða þessari ákvörðun var ákveðið að Norðurlandamót skal alltaf haldið að lágmarki 21 degi fyrir Heimsmeistaramót Unglinga (Junior Worlds) ár hvert, sem er gert til þess að gera þátttöku í flokknum meira aðlaðandi.

Norðurlöndin geta nú hvert um sig sent þrjár (3) konur og þrjá (3) menn til keppni í Junior flokki. Auk þess sem tvö stigahæstu Norðurlöndin árið áður geta sent eina konu og einn mann til viðbótar. Hafi keppnisflokkarnir ennþá laus pláss fá hin Norðurlöndind, sem næsta koma í stigaröðinni, leyfi fyrir einu  sæti í viðbót koll af kolli.

Skautasamband Íslands fagnar þessari ákvörðun og verður spennandi að sjá þróun flokksins á næstu árum.

Junior Categories will be open at the Nordics

Each year, during the Nordics, a Nordic Meeting is held.
Representatives from each Nordic country meet and review rules and regulations.

Last meeting was held during the Nordics in Lynköping, Sweden. General rules where reviewed and updated.
One major change was made at this time to the rules regarding the Junior competition.

Up until now only Nordic countries where eligible for entry to the categories, as is for Advanced Novice categories. But now it was decided to open the Junoir categories. This means that all ISU member federations are eligible for entry,

This will have the effect that points in Junior categories count towards minimums for Junior Worlds and ISU ranking.

This is already the case in Senior categories and has worked well in the past. For example at the Nordics 2017, held in Reykjavík, Iceland, Carolina Kostner and Elizaveta Tuktamysheva competed in Senior Ladies.

In relation to this decision the Nordics must be held no later than 21 days prior to Junior Worlds each year. This is done so that competition in the Junior categories is more appealing for competitors.

As of now the Nordic countries can enter three (3) ladies and three (3) men in Junior. Additionally two highest ranking Nordic countries from the previous year can enter one more lady and one more man. If the categories still have available spots for skaters the other Nordic countries, next in rank for points, can enter one additional skater.

The Icelandic Skating Association welcomes this change. It will be exciting to follow the development of these categories in the coming years.

Translate »