Norðurlandamótið 2019: Keppendalisti

Norðurlandamótið 2019: Keppendalisti

Sjórn ÍSS hefur gjört kunnugt þann hóp skautara sem hefur verið valinn á Norðurlandamótið 2019 sem haldið verður í Linköping í Svíþjóð 6. - 10. febrúar.

Mikið verður um dýrðir þar sem Norðurlandamótið verður 100 ára á árinu en það var fyrst haldið árið 1919 í Kristianiu í Noregi. Þótt það hafi nú ekki verið haldið ósleitið síðan þá hafa að minnsta kosti 70 keppnir til Norðurlandameistara í listhlaupi á skautum verið haldnar.

Íslenskir skautarar tóku fyrst þátt á Norðulandamóti árið 2001 er það var haldið í Odense í Danmörku. Fulltrúi Íslands var Sigurlaug Árnadóttir sem keppti í junior ladies og lenti í 17. sæti. Mótið var fyrsta sinn haldið á Íslandi árið 2003 og síðan þá skiptast Norðurlandaþjóðirnar á að halda mótið.

Það var svo í fyrsta skiptið árið 2013 að Ísland átti keppendur í öllum flokkum kvenna; senior, junior og advanced novice og árið 2017 var skráð fullskipað lið í kvennaflokkum á Norðurlandamótið í Rovaniemi, Finnlandi fyrir hönd Íslands.

Eftirtaldir skautarar hafa þáð boð afreksnefndar um þáttöku á NM 2019:

Senior:
Eva Dögg Sæmundsdóttir - Fjölnir
Margrét Sól Torfadóttir - Skautafélag Reykjavíkur

Junior:
Aldís Kara Bergsdóttir - Skautafélag Akureyrar
Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir - Skautafélag Akureyrar
Herdís Birna Hjaltalín - Fjölnir
Viktoría Lind Björnsdóttir - Skautafélag Reykjavíkur
Varamaður: Helga Karen Pedersen - Fjölnir

Advanced Novice:
Herdís Heiða Jing Guðjohnsen - Skautafélag Reykjavíkur
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir - Skautafélag Akureyrar
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir - Fjölnir
Rebekka Rós Ómarsdóttir - Skautafélag Reykjavíkur
Varamenn: Eydís Gunnarsdóttir (Skautafélag Reykjavíkur) og Júlía Rós Viðarsdóttir (Skautafélag Akureyrar)

Skautasamband Íslands óskar skauturum til hamingju.

Translate »