Íslandsmót barna og unglinga 2018

Íslandsmót barna og unglinga 2018

Skautasamband Íslands hélt Íslandsmót barna og unglinga 2018 í Egilshöll laugardaginn 1. desember.

Mótið fór vel fram og var skemmtileg og hátíðleg stemmning yfir keppendum og áhorfendum.
Skipuleggjendur mótsins stóðu sig vel og má hrósa þeim fyrir mjög vel útfært svæði fyrir verðlaunaafhendingar.

Keppni hófst með keppendum úr Chicks og Cubs. Stóðu skautararnir sig mjög vel og fengu allir keppendur þátttökuviðurkenningu fyrir.

Næst var svo komið að keppni í Basic Novice. Þar fór fram sterk keppni þar sem mjótt var á munum í efstu sætum. Í fyrsta sæti var Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, SA, með 26.71 stig. Í öðru sæti var Kristín Jökulsdóttir, SR, með 26.43 stig. Og í því þriðja var Rakel Sara Kristinsdóttir, Fjölni, með 20.43 stig.

Intermediate Ladies voru næstar í keppni. Í keppnisflokknum voru almennt innan við 2 sem skildu keppendur að. Þar var í fyrsta sæti Berglind Óðinsdóttir, Fjölni, með 36.66 stig. Í öðru sæti var Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, SA, með 34.41 stig. Og í því þriðja Sólbrún Víkingsdóttir, Fjölni, með 32.19 stig.

Síðasti keppnisflokkur dagsins var svo Intermediate Novice. Eins og í öðrum keppnisflokkum dagsins var stutt á milli keppenda í heildarstigum. Til að mynda voru einungis 0.15 stig sem skildu að fyrsta og annað sætið og 0.26 stig sem skildu að þriðja og fjórða sætið.
Svo fór að í fyrsta sæti var Valdís María Sigurðardóttir, Fjölni, með 24.33 stig. Í öðru sæti var Harpa Karin Hermannsdóttir, Fjölni, með 24.18 stig. Í þriðja sæti Ólöf Thelma Arnþórsdóttir, SR, 23.41 stig. Og í því fjórða Ingunn Dagmar Ólafsdóttir, SR, með 23.31 stig.

Að lokinni keppni var 100 ára fullveldisafmæli Íslands minnst með fánahyllingu og var þjóðsöngurinn sunginn. Mjög falleg athöfn sem keppendur tóku þátt í. Gæsahúðar augnablik þar sem að allir í stúkunni tóku undir með þjóðsöngnum.

Skautasambandið óskar keppendum til hamingju með glæsilegan árangur.

Á morgun, sunnudaginn 2. desember, fer fram seinni keppnisdagur á Íslandsmeisataramóti ÍSS 2018.
Þá verður keppt með frjálst prógram í flokkum Advanced Novice, Junior og Senior.
Keppni hefst kl.12:15

Intermediate Ladies

Intermediate Novice

Basic Novice

Cubs

Chicks

Translate »