ÍSS æfingar í Egilshöll

ÍSS æfingar í Egilshöll

Sambandsæfingar ÍSS, sem haldnar eru á föstudagskvöldum í Egilshöll, eru í boði fyrir alla þá sem hafa náð viðmiðum í Afreksefni/Afrekshóp ÍSS, alla skautara sem hafa keppnisrétt í flokki Senior sem og þær sem valdar hafa verið í landsliðsverkefni á tímabilinu (JGP/Nordics) og það á einnig við um varamenn.

Búið er að bæta við á viðburðadagatal ÍSS þeim Sambandsæfingum sem eru staðfestar fram að áramótum.

Nákvæmar dagsetningar er hægt að sjá undir “Næstu viðburðir” á vefsíðunni.

 

Translate »