57. Skautaþing ISU

57. Skautaþing ISU

Vikuna 3. – 8. júní sl. fór fram 57. Skautaþing Alþjóðaskautasambandsins í Sevilla á Spáni.

Fulltrúar ÍSS á þinginu voru Guðbjört Erlendsdóttir, formaður, Svava Hróðný Jónsdóttir, varaformaður, og María Fortescue, framkvæmdastjóri.

Kosið var um yfir 400 breytingatillögur á þinginu.

Þingið var opnað af Mr. Jan Dijkema, forseta ISU. Höfð var mínútu þögn til þess að minnast þeirra innan skautaíþróttarinnar sem fallið hafa frá.

Í fyrsta sinn var hægt að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu á netinu. Sent var út á Youtube rás ISU

Gerðar voru reglugerðarbreytingar sem hafa áhrif á keppni í Novice flokkum.

Í framhaldi af því var gefið út nýtt ISU Communication 2172 (sem kemur í staðinn fyrir communication 2024)

Þar ber helst að nefna að novice flokkar breytast í eftirfarandi flokka:

  1. Basic Novice (keppendur hafa ekki náð 13 ára aldri)
  2. Intermediate Novice (keppendur hafa ekki náð 15 ára aldri)
  3. Avanced Novice (keppendur eru að lágmarki 10 ára en hafa ekki náð; 15 ára aldri fyrir stúlkur (einstaklings, pör og ísdans) og drengi (einstaklings); og 17 ára aldri fyrir drengi (pör og ísdans)
Helstu ákvarðanir þingsins:

Stjórnarskrá og almennar reglur:

  • Eligibility Rules (Reglur um hæfni) – Vegna niðurstöðu Evrópudómstólsins frá því í desember 2017 lögðu lögfræðingar ISU fram nokkrar lagabreytingatillögur til þess að lögin væru í samræmi við niðurstöður dómsins.
  • Dómarar og tæknifólk – samþykkt var reglugerðarbreyting sem felur í sér að Siðanefnd ISU hefur nú það verkefni að yfirfara dómgæslu vegna gruns um hlutdrægni þegar kemur að samlöndum (national bias).
  • Samþykkt var að halda ISU Four Continents  Speed Skating Championships, eins og hefur verið í listskautum síðustu ár. Fyrsta mótið verður haldið á tímabilinu 2019/2020.
  • Einnig var samþykkt að halda eingöngu eitt heimsmeistarmót innan Speed Skating á ári. Hingað til hefur hver keppnisgrein verið með sitt heimsmeistaramót.
  • Verðlaunaafhendingar – samþykkt var að breyta uppsetningu á verðlaunaafhendingum til samræmis við Alþjóða Ólympíunefndina. Þannig verða verðlaun hér eftir kynnt með þriðja sæti fyrst, næst annað og síðast fyrsta sætið.
  • Aldurstakmörk – breytingatillaga frá Hollandi þess efnis að hækka lágmarksaldur í Senior flokkum á ISU meistaramótum í 17 ára var felld.
  • Kjörnum fulltrúum í tækninefnd listskauta fyrir einstaklings og pör var fjölgað úr þremur í fjóra, fyrir utan formann. Tók þessi breyting gildi strax á þinginu, en sérstaklega þurfti að kjósa um það.

Listskautar, einstaklings, pör og ísdans:

  • Tæknieinkunn (e. Grade of Execution,GOE) – einkunnaskalinn var víkkaður og er núna frá -5 til +5
  • Ólöglegar æfingar – Til þess að takmarka ekki skautara var listanum breytt þannig að hann inniheldur eingöngu heljarstökk (e. Somersault type jumps) og lyftur með röngu haldi.
  • Stökk raðir (e. jump sequences) – samþykkt var ný skilgreining. Stökk röð er tvö stökk þar sem fyrra stökkið er af hvaða tegund sem er og á eftir fylgir Axel stökk í beinu skrefi frá lendingarbrúninni yfir á stökkbrún í Axel stökkinu.
  • Þátttökuréttur á Ólympíuleikum – samþykkt var breyting sem á vonandi að gera það að verkum að fleiri þjóðir vinni sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikum.
  • Nú fá 20 pör að halda áfram í frjálsa prógramið á Heimsmeistaramótum.
  • Í ísdansi var nafninu á „stutta dansinum“ (e. Short dance) breytt í „Rhythm dance“ (óskað er eftir íslensku heiti)
  • Endurmenntun starfsfólks – samþykktar voru breytingar á skyldum sem þarf að uppfylla til þess að halda réttindum sínum hjá ISU.

Samhæfður skautadans:

  • Margar reglubreytingar voru samþykktar til þess að samræma reglur í samhæfðum skautadansi við aðrar keppnisgreinar.
  • Einnig voru margra reglubreytingar samþykktar sem munu vonandi verða til þess að Alþjóða Ólympíu nefndin samþykki samhæfðan skautadans sem Ólympíugrein.

Skautahlaup (e. Speed Skating og Short Track Speed Skating)

  • Fyrirkomulagi á heimsmeistaramóti í Junior var breytt
  • Keppnisflokkar sem innihalda keppendur af báðum kynjum voru samþykktir
  • Skylda verður að nota sérstakt púðakerfi (e. padding system) á öllum ISU viðburðum.
  • Reglur um yfirtökur (e. overtaking) voru gerðar skýrari

 

Kosið var í stjórn og nefndir innan ISU

Niðurstöður kosninga voru eftirfarandi:

Forseti: Mr. Jan Dijkema (NED)

Varaforseti listskautar: Mr. Alexander Lakernik (RUS)

Varaforseti skautahlaup: Mr. Tron Espeli (NOR)

Stjórn ISU (ISU Council)

Listskautar:
Ms. Patricia St. Peter (USA)
Mr. Tatsuro Matsumura (JPN)
Ms. Maria Teresa Samaranch (ESP)
Ms. Marie Lundmark (FIN)
Mr. Benoit Lavoie (CAN)

Skautahlaup:
Mr. Stoytcho Stoytchev (BUL)
Mr. Sergio Anesi (ITA)
Ms. Yang Yang (CHN)
Mr. Jae Youl Kim (KOR)
Mr. Roland Maillard (SUI)

Siðanefnd:

Formaður: Mr. Volker Waldeck (GER)
Mr. Allan Bohm (SVK)
Mr. Jean-Francois Monette (CAN)
Ms. Susan Petricevic (NZL)
Mr. Albert Hazelhoff (NED)

Tækninefndir:

Einstaklings og Pör:
Formaður: Mr. Fabio Bianchetti (ITA)
Ms. Yukiko Okabe (JPN)
Ms. Rita Zonnekeyn (BEL)
Ms. Leena Laaksonen (FIN)
Ms. Susan Lynch (AUS)

Ísdans:
Formaður: Ms. Halina Gordon-Poltorak (POL)
Mr. Shawn Rettstatt (USA)
Ms. Hilary Selby (GBR)
Mr. György Elek (HUN)

Samhæfður skautadans:
Formaður: Mr. Philippe Maitrot (FRA)
Ms. Petra Tyrbo (SWE)
Ms Lois Long (USA)
Ms. Uliana Chirkova (RUS)

Skautaat (e. Short Track):
Formaður: Ms. Nathalie Lambert (CAN)
Mr. Reinier Oostheim (NED)
Mr. Satoru Terao (JPN)
Ms. So Hee Kim (KOR)

Skautahlaup (e. Speed Skating):
Formaður: Mr. Alexander Kibalko (RUS)
Mr. Nick Thometz (USA)
Mr. Oystein Haugen (NOR)
Mr. Alexei Khatylev (BLR)

Heiðursmeðlimur:

Ms. Junko Hiramatsu (JPN)

Fulltrúar ÍSS ásamt Hr. Jan Dijkema

Fr. Junko Hiramatsu fékk Heiðursverðlaun ISU

Translate »