Kjörnefnd óskar eftir framboðum til stjórnar Skautasambands Íslands, ÍSS

Kjörnefnd óskar eftir framboðum til stjórnar Skautasambands Íslands, ÍSS

Framboð til stjórnar Skautasambands Íslands, ÍSS

Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann.

En í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum ÍSS skal á næsta skautaþingi, 2018, kjósa samkvæmt nýju kosningarfyrirkomulagi en kjósa skal tvo aðalmenn og einn varamann, til eins árs.

Um hæfi til stjórnarsetu er vísað í 6.grein laga ÍSS á heimasíðu www.iceskate.is

Framboðsfrestur rennur út 31. mars 2018 og skal framboðum skilað til kjörnefndar, á netfangið info@iceskate.is

Kjörnefnd skipa:

Elín Gautadóttir
Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragna Kristín Gunnarsdóttir
Stefán Hjaltalín

Translate »