Gott gengi skautara á Vetrarmóti ÍSS 2018

Gott gengi skautara á Vetrarmóti ÍSS 2018

Vetrarmót ÍSS fór fram um helgina.
Þetta var síðasta mót tímabilsins á vegum Skautasambandsins en jafnframt fyrsta mótið þar sem að Special Olympics flokkar voru með.

Mótið hófst með keppni í flokkunum Chicks, 8 ára og yngri, og Cubs, 10 ára og yngri.
Í Chicks sýndu skautarar frábæra frammistöðu og var oft mjótt á munum. Sædís Heba Guðmundsdóttir, SA, var í fyrsta sæti, Indiana Rós Ómarsdóttir, SA, í öðru sæti og Emiliana Ósk Smáradóttir, SB, í því þriðja.
Í Cubs fór fram spennandi keppni en svo fór að Katrín Sól Þórhallsdóttir, SA, var í fyrsta sæti, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, SA, í öðru og Sara Kristín Pedersen, SB, í þriðja.

Basic Novice A keppti seinni partinn á laugardeginum. 
Það var innan við eitt stig sem skildi að þriðja, fjórða og fimmta sætið í flokknum. Gríðarleg spenna !
Það varð svo að Kristín Jökulsdóttir, SR, sigraði, Margrét Eva Borgþórsdóttir, SR, varð önnur og Hera Christensen, SB, sú þriðja.
Basic Novice B keppti á sunnudagsmorgni.
Þar sigraði Hildur Bjarkadóttir, SB.
Stigamunurinn hjá öðru, þriðja og fjórða sætinu var innan við 1 stig. Svo fór að Sólbrún Erna Víkingsdóttir, SB, varð önnur og Hildur Hilmarsdóttir, SB, varð þriðja. María Kristín Sigurðardóttir, SR, varð svo fjórða.
Þetta sýnir sig að allt sem gert er skiptir máli.

Í fyrsta sinn í sögu Skautasambans Íslands var keppt í Special Olympics flokkum á sambandsmóti.
Keppni fór fram í Level 1 og 2 á laugardagskvöldi.
Mikil gleði var við völd og gaman að keppendur frá Skautadeild Íþróttafélagsins Ösp séu loksins með.
Úrslit í SO flokkum fóru svo:
Level 1 - 8 ára og yngri: 1. sæti: Hulda Björk Geirdal Helgadóttir, 1.sæti: Freydís Hauksdóttir
Level 1 - 11 ára og yngri: 1. sæti: Eygló Hulda Guðjóndsóttir, 2.sæti: Kristín Ösp Haraldsdóttir
Level 1 - 12 - 15 ára: 1.sæti: Anika Rós Árnadóttir
Level 2 - 12-15 ára: 1.sæti: Nína Margrét Ingimarsdóttir
Level 2 - 16-21 árs: 1.sæti: Gabriella Kami Árnadóttir
Level 2 - 22 ára og eldri: 1.sæti: Katrín Guðrún Tryggvadóttir, 2.sæti: Þórdís Erlingsdóttir

Á sunnudag fór fram keppni í frjálsu prógrami í Advanced Novice, Junior og Senior.
Á laugardagmorgni var keppt í stuttu prógrami í þessum flokkum.

Í Advanced Novice erum við að sjá skautara keppa í þessum flokki í fyrsta sinn og standa sig með stakri prýði
Rebekka Rós Ómarsdóttir, SA, sigraði samanlagt með 75.03 í heildarstig. Júlía Rós Viðarsdóttir, SA, varð önnur með 65.98 í heildarstig. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen, SR, varð þriðja með 61.70 í heildarstig. Þetta er í fyrsta sinn sem bæði Júlía Rós og Herdís Heiða keppa í Advanced Novice. Flottur árangur á fyrsta móti.

Í Junior eru einnig margir skautarar að keppa í fyrsta sinn í flokknum. Þetta er hópur af sterkum skauturum sem verður spennandi að fylgjast með á næstu misserum.
Viktoría Lind Björnsdóttir, SR, sigraði með 98.66 í heildarstig eftir að hafa verið önnur eftir stutta prógramið. Hún er að keppa í fyrsta sinn í Junior og gerði sér lítið fyrir og náði viðmiðum í Afrekshóp ÍSS í stuttu prógrami með 20.67 tæknistigum.
Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, varð önnur með 97.56 í heildarstig. Þetta er síðasta tímabil hennar í Junior og verður gaman að fylgjast með henni keppa í Senior flokki.
Herdís Birna Hjaltalín, SB, varð þriðja með 94.05 í heildarstig. En eftir stutta prógramið var hún í fimmta sæti svo hún vann sig vel upp í frjála prógraminu.

Í Senior var einn keppandi sem kláraði keppni. Eva Dögg Sæmundsdóttir, SB, kláraði með 86.01 í heildarstig og er sigurvegari flokksins.

Skautasamband Íslands þakkar öllum keppendum, þjálfurum, starfsfólki, sjálfboðaliðum og aðstandendum kærlega fyrir skemmtilegan og spennandi vetur.

Translate »