Norðurlandamótið hófst í dag

Norðurlandamótið hófst í dag

Norðurlandamótið 2017 hófst í Egilshöll í dag með keppni í Novice A stúlkur. Alls voru 20 stúlkur mættar til leiks frá öllum Norðurlöndunum, en löndin hafa rétt á að senda 4 keppendur í hvern keppnisflokk.

Að lokinni keppni með stutta prógrammið er Selma Ihr frá Svíþjóð efst með 38.81 stig, önnur er Emilie Nordqvist frá Svíþjóð með 38.12 stig og þriðja er Vera Stolt frá Finlandi með 37.79 stig.

Íslensku stúlkurnar stóðu sig allar vel í dag. Marta María Jóhannsdóttir er 12 með 25.46 stig, Aldís Kara Bergsdóttir er 15 með 24.21 stig, Viktoría Lind Björnsdóttir er 19 með 22.53 stig og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir er 20 með 22.41 stig.

Sex strákar eru mættir til leiks í Novice A drengir. Að lokinni keppni í dag eru þrír Svíar á toppnum þeir Casper Johansson með 35.11 stig, Andreas Nordebäck með 33.94 stig og Daniel Siedl með 27.42 stig.

Keppni i Novice A heldur áfram á morgun klukkan 11.30 og raðast stúlkurnar okkar í fyrstu tvo upphitunarhópana. Ásdís Arna Fen er númer 1, Viktoría Lind er númer 2, Aldís Kara er númer 6 og Marta María er númer 3 í öðrum upphitunarhóp.

Að lokinni velheppnaðri opnunarhátíð hófst keppni í Junior A Konur. Þar voru 20 keppendur mættir til leiks. Cassandra Johansson frá Svíþjóð stendur efst að loknu stutta prógramminu með 44.71 stig, önnur er Sofia Sula frá Finlandi með 43.77 stig og þriðja er Laura Karhunen frá Finlandi með 42.37 stig.

Íslensku stúlkurnar raðast fyrir neðan miðju hópsins. Agnes Dís Brynjarsdóttir er efst íslensku stúlknanna í 13 sæti með 33.63 stig, Eva Dögg Sæmundsdóttir er í 15 sæti með 30.95 stig, Emilía Rós Ómarsdóttir er í 17 sæti með 29.10 stig og Kristín Valdís Örnólfsdóttir er í 18 sæti með 28.18 stig.

Síðastir inn á ísinn í dag voru piltarnir í Junior A Menn. Níu piltar voru mættir til keppni. Þar er í fyrsta sæti að loknu stutta prógramminu Nikolaj Majorov frá Svíþjóð með 55.16 stig, annar er Benjam Papp frá Finlandi með 47.22 stig og þriðji er Natran Tzagai frá Svíþjóð með 46.77 stig.

Keppni í Junior A heldur áfram á laugardaginn kl. 13:45.

Translate »