Framkvæmd Næluprófa

Nælupróf skulu vera haldin amk. 2x á ári. Umsjónarþjálfari hvers hóps ber ábyrgð á því að undirbúa sína skautara fyrir próf. Þjálfari sem tekur nælupróf þarf að hafa lokið þjálfaranámskeiði 1A.

Þegar tekið er próf skal hafa matsblaðið við hönd. Best er að skrifa nöfn hópsins niður og raða skauturunum í þá röð á svellinu. Dálkar matsblaðsins eru merktir númerum á þeim æfingum sem eru í viðkomandi nælu. Fara skal yfir allar æfingarnar og merkja við X ef æfing er fullnægjandi (sjá blað um viðmið). Nælurnar skulu vera afhentar innan við viku frá næluprófi. Skila skal skýrslu til ÍSS með niðurstöðum úr prófunum einu sinni á hverri önn (2x á ári).

Skýrslur aðildarfélaga

Aðildarfélögum ÍSS ber að skila skýrslu til ÍSS fyrir 15.nóvember og 15.mars ár hvert um hvaða skauta í Skautum Regnboganum þeirra iðkendur hafa náð.