Tilkynning frá stjórn ÍSS vegna Skautaþings 2020

Samkvæmt lögum ÍSS ber að senda út fundarboð á Skautaþing þann 28.mars nk. Í ljósi aðstæðna er ekki ljóst hvort að þing geti farið fram á settum tíma. Stjórn ÍSS mun fylgjast með leiðbeiningum stjórnvalda og boða til skautaþings eins fljótt og auðið er, en samt þannig að hægt sé …

Vormóti ÍSS 2020 aflýst

Í ljósi þess að stjórnvöld á Íslandi hafa sett samkomubann frá og með 15.mars næstkomandi hefur Skautasamband Íslands, í samráði við Listskautadeild Skautafélags Akureyrar, ákveðið að aflýsa Vormóti ÍSS 2020. Ákvörðun um hvort verði hægt að halda mótið á öðrum dagsetningum verður tekin síðar. Það verður ekki gert nema hægt …

Vormót ÍSS 2020: Keppendalistar

Keppendalistar fyrir Vormót ÍSS 2020 hafa nú veirð birtir á vefsíðu ÍSS. Keppendalista ásamt öllum upplýsingum um mótið er hægt að finna hér: www.iceskate.is/vormot-iss Dagskrá verður birt eins fljótt og hægt er. Eins verða allar tilkynningar er varða stöðu mótsins í ljósi aðstæðna settar á vefsíðu og deilt á samfélagsmiðlum.

Yfirlýsing frá stjórn ÍSS vegna Covid-19

Vegna Covid-19 ÍSS fylgist náið með gangi mála er varðar Covid-19 og mun fylgja fyrirmælum stjórnvalda. Við verðum að meta stöðuna eftir því sem líður að Vormóti og tekin verður ákvörðun út frá þeim upplýsingum sem berast um hvort að grípa þurfti til þess neyðarúrræðis að fresta eða aflýsa mótinu. …

Aldís Kara á Heimsmeistaramóti Unglinga 2020

Aldís Kara Bergsdóttir keppti um helgina, fyrst íslendinga, á Heimsmeistarmóti Unglinga sem núna stendur yfir í Tallinn í Eistlandi. Keppt var með stuttu prógrami á föstudag og hafði Aldís dregið rásnúmerið 19 en 48 keppendur voru skráðir til leiks í greininni. Sýnt var beint frá keppninni á Youtube síðu Alþjóðaskautasambandsins …

Vormót ÍSS 2020: Mótstilkynning

Skautasamband Íslands býður til Vormóts ÍSS 2020 Mótið er hluti af Bikarmótaröð ÍSS 2019-2020 Að móti loknu verða Bikarmeistarar ÍSS 2019-2020 krýndir. Mótstilkynningu og allar frekari upplýsigar er hægt að finna hér: www.iceskate.is/vormot-iss Athugið að skráning keppenda fer fram í gegnum Nóra: iceskate.felog.is Seinskráning: Boðið er upp á seinskráningu eftir að venjubundinn …

ISU Olympic Development Project

Skautasamband Íslands auglýsir laust pláss til umsóknar í Þróunarverkefni fyrir þjálfara á vegum ISU og finnska skautasambandsins. Umsóknareyðublaðið þarf að fylla út og senda til ÍSS, info@iceskate..is, ásamt ferilskrá með upplýsingum um fyrri þjálfaramenntun. Umsóknarfrestur er til og með 1.mars 2020. Finnska skautasambandið (FFSA) í samvinnu við Alþjóða skautasambandið (ISU) …

Norðurlandamót 2020

Norðurlandamótið 2020 fór fram í Stavanger, Noregi frá 6.-9. Febrúar. Í dag, sunnudag, kom íslenski landsliðshópurinn heim eftir vel heppnað og skemmtilegt mót. Mótið fór vel fram og var mikil samheldni í hópnum. Má því þakka frábærri fararstjórn sem var í höndum Nadiu Margrétar Jamchi. Með í ferðinni voru tveir …