Keppnisreglur ÍSS 2020-2021

Keppnisreglur ÍSS 2020-2021 — Reglur keppnisflokka félaganna 2020-2021 Stærstu breytingar/mikilvægar áminningar: Allir flokkar: Tónlist og texti skal vera við hæfi íþróttakeppni og tekið skal mið af aldri og þroska keppenda. Chicks og Cubs: Ný level milli level base og level 1 sem hvetja til þess að sýna „clean“ spor (þrista, …

Afrekshópur ÍSS og Covid-19

    Stjórn ÍSS hefur í samvinnu við Afreksnefnd ÍSS tekið þá ákvörðun að keppnistímabilið 2019-2020 verði lengt fram yfir fyrsta mót næsta keppnistímabils. Haustmót ÍSS getur því talist bæði sem seinasta mót 2019-2020 tímabilsins og fyrsta mót 2020-2021 tímabilsins. Þar af leiðandi helst afrekshópurinn óbreyttur yfir sumartímann. Ef að …

Mótadagskrá ÍSS 2020-2021

Stjórn Skautasambands Íslands hefur sett upp mótadagskrá fyrir næsta tímabil, 2020-2021, og er hún nú aðgengileg á vefsíðunni undir “Næstu viðburðir”. Sú síða uppfærist reglulega og eru upplýsingar um alla viðburði ÍSS að finna þar. Haustmót ÍSS 25. – 27. september 2020 Skautahöllin á Akureyri Íslandsmót ÍSS 20. – 22. …

21. Skautaþing ÍSS: Tilkynning frá Stjórn ÍSS

Samkvæmt 6. grein laga ÍSS skal Skautaþing haldið árlega í apríl eða maí. Sökum aðstæðna er ljóst að ekki verður hægt að halda Skautaþing innan tilsettra dagsetninga að þessu sinni. Stjórn ÍSS hefur ákveðið að 21. Skautaþing ÍSS skuli fara fram laugardaginn 5. september 2020 í Reykjavík. Stjórn ÍSS mun …

Bikarmeistari ÍSS 2020

Samkvæmt Reglugerð ÍSS nr. 311 skal það félag sem er bikarmeistari vera krýnt í lok síðasta móts bikarmótaraðarinnar fyrir það tímabil sem um ræðir. Í ljós aðstæðna þurfti að aflýsa síðasta móti bikarmótaraðarinnar fyrir tímabilið 2019-2020. Stjórn ÍSS hefur ákveðið að einungis tvö mót falli undir Bikarmótaröðina að þessu sinni, …

Umsóknir í Afrekssjóð ÍSS

Greiðslur úr Afrekssjóði ÍSS eru ætlaðar afreksstarfi sambandsins til handa afreksíþróttafólki íþróttarinnar til að koma til móts við beinan kostnað þeirra vegna keppnisþátttöku á erlendri grundu. Keppendur sem náð hafa viðmiðum ÍSS í Afrekshóp eða Afreksefni geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er 1. maí ár hvert og eru …

Framboðsfrestur framlengdur

Framboð til stjórnar Skautasambands Íslands Kjörnefnd ÍSS óskar eftir framboðum fyrir Skautaþing 2020 Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann. Á skautaþingi 2020 verður því, skv. lögum ÍSS, …