ISU Olympic Development Project

Vegna breyttra aðstæðna er laust til umsóknar eitt pláss fyrir þjálfara í þróunarverkefni ISU og finnska skautasambandsins. Þeir þátttakendur sem tóku þátt á síðasta ári munu halda áfram þátttöku, eins og ráð var gert fyrir. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Skautasamband Íslands óskar eftir umsóknum frá þjálfurum til þátttöku í verkefninu. …

Eva Dögg Sæmundsdóttir valin Skautakona ársins 2018

Eva Dögg Sæmundsdóttir var valin skautakona ársins 2018 af stjórn Skautasambands Íslands. Eva Dögg æfir með Ungmennafélaginu Fjölni undir leiðsögn Gennady Kaskov og keppir hún í Senior Ladies (Fullorðinsflokki kvenna). Er þetta í fyrsta sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins. Eva Dögg hefur sýnt óbilandi þrautseigju, dugnað, eljusemi …

Fríður hópur á International Childrens Games 2019

Íslenskir skautarar verða í liðum ÍBA og ÍBR sem munu verða fulltrúar Akureyrar og Reykjavíkur á International Childrens Winter Games 2019 sem haldnir verða að þessu sinni í Lake Placid í Bandaríkjunum 6. – 11. janúar næstkomandi. Leikarnir voru stofnaðir 1968 í Slóveníu og voru lengi framan af einungis með …

Marta María fulltrúi ÍSS á EYOF

Dagana 9. – 16. febrúar 2019 fer fram Olympíuhátíð Evrópsku æskunnar, e. European Youth Olympic Festival (EYOF). Hátíðin fer að þessu sinni fam í Sarajevo og Austur-Sarajevo, Bosníu-Hersegóvínu. Þangað munu mæta 4.500 manns, þar af 1.600 íþróttamenn, frá 46 löndum. Fulltrúi Skautasambands Íslands á hátíðinni verður Marta María Jóhannsdóttir, en …

Fullveldisdagurinn 2018

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Það eru 100 ár síðan að við urðum sjálfstæð þjóð með rétti til sjálfsákvörðunartöku í okkar eigin málum, sem er einn merkasti atburður í sögu þjóðarinnar. Á Íslandsmótinu um síðustu helgi ákveðið að hylla fullveldi Íslands með lítilli …