Aldís Kara Bergsdóttir hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramóti

Aldís Kara Bergsdóttir hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramóti

Aldís Kara tryggði sér keppnisrétt á Evrópumóti ISU, fyrst íslenskra skautara

Um síðustu helgi fór fram Finlandia Trophy í Espoo í Finnlandi.
Aldís Kara Bergsdóttir var mætt til keppni, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur skautari keppir í Senior Women á mótinu.

Á laugardag keppti Aldís Kara með stutt prógram.
Hún var 27. skautarinn inn á ísinn í hennar keppnisflokki og keppti þar við marga af fremstu skauturum heims.
Hún negldi öll stökkin og pírúetturnar og fékk fyrir það 25.15 tæknistig og 45.45 stig í heildina og 23. sætið þann daginn. Nýtt Íslandsmet í stuttu prógrammi í fullorðinsflokki kvenna (Senior Women) en fyrra met átti Aldís Kara sjálf frá því í janúar á þessu ári.

Með 25.15 tæknistigum í stuttu prógrammi vann Aldís Kara sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramóti í listskautum. En lágmarks tæknistigin í stuttu prógrammi fyrir það mót eru 23.00 stig.

Fyrir tveimur vikum hafði hún náð lágmarks tæknistigum í frjálsu prógrammi, á Nebelhorn Trophy í Þýskalandi.
Ná þarf báðum lágmörkunum til þess að fá keppnisrétt.

Aldís Kara er fyrsti íslenski skautarinn til þess að ná lágmörkum inn á Evrópumót ISU.

Á sunnudag var keppt með frjált prógramm.
Aldís Kara var fimmti skautarinn inn á ísinn, síðust í sínum upphitunarhóp. Það gekk því miður ekki allt upp í stökkunu hjá henni. En fyrir frammistöðu sína þann daginn fékk hún 76.66 stig, þar af 39.92 tæknistig og 23. sætið þann daginn.

Heildarstig Aldísar Köru á mótinu voru því 122.11 stig og 23. sætið hennar.

Frábært árangur hjá Aldísi Köru !

Skautasamband Íslands óskar Aldísi Köru innilega til hamingju með frábæran árangur og sæti á Evrópumeistaramóti ISU.
Framundan er undirbúningsvinna fyrir Evrópumótið en það fer fram í Tallinn, Eistlandi, 10.-16. janúar nk.

Translate »