Aldís Kara með Íslandsmet á Vetrarmóti ÍSS

Aldís Kara með Íslandsmet á Vetrarmóti ÍSS

Íslandsmet í Junior og hæstu stig íslensks skautara

Aldís Kara hefur verið á gífurlegri siglingu undanfarið og náði nýverið stigaviðmiðum í stuttu prógrami inn á Heimsmeistaramót unglinga.

Hún hefur sett hvert metið í Junior á fætur öðru síðan í janúar og var þetta mót þar engin undantekning. Hún bætti metið í stutta prógraminu um þrjú stig. Fyrra metið átti hún sjálf frá Vormóti ÍSS í apríl s.l. Hún bætti einnig stigametið í frjálsa prógraminu um 0.74 stig frá því að hún setti það sjálf á Haustmóti ÍSS í september s.l. Það þarf því ekki að tíunda að heildarstigametið bætti hún einnig og hvorki meira né minna en um heil 11.60 stig. Fyrra metið átti hún einnig sjálf frá Haustmótinu.

Metin eru öll stigamet í Junior sem og hæstu stig sem skautari hefur fengið á landsvísu.

Translate »